Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 107 svör fundust
Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?
Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...
Er hægt að sjá með berum augum frá Íslandi til Grænlands?
Þorvaldur Búason eðlisfræðingur hefur skrifað grein um þetta efni í Fréttabréf Íslenzka stærðfræðafélagsins, 1.tbl. 5.árg., febrúar 1993. Niðurstaða hans er sem hér segir: Hafa ber í huga, ef ljósferlar eru beinir, að efstu 500 m af tindi í 500 km fjarlægð sjást undir sama sjónarhorni og 1 mm í 1 m fjarlægð eða...
Hvar finnast letidýr?
Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæða letidýr) og Megalonychidae (tvítæða letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaflega voru öll letidýr sett í fyrrnefndu ættina en nú er greint á milli þeirra tveggja, út frá táafjölda og öðrum atriðum, til dæmis fjölda hálsliða....
Hvernig smitast zíkaveira?
Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira (Flaviviridae) en meðal þeirra eru beinbrunaveira (e. dengue virus) og guluveira (e. yellow fever virus). Zíkaveiran berst í menn með stungum moskítóflugna. Hún uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar og dregur nafn sitt af Zíkafrumskóginum í Úg...
Hvers konar borgir og byggingar byggðu Mayarnir og voru þær skreyttar á einhvern hátt?
Mayarnir lifðu í borgríkjum sem voru þrautskipulögð. Í miðjunni voru trúarmiðstöðvar, gjarnan píramídar með hofum á toppi, stór torg með minningarsúlum (e. stele) og þá hallir ráðastéttarinnar, allt byggt af steini. Fjær miðjunni komu síðan aðrar byggingar af steini, stjörnuskoðunarturnar, boltaleikvangar og þá hí...
Hvenær var minkur fluttur til Íslands?
Á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var Norður-Ameríka vagga loðdýraeldis. Upp úr 1870 fóru menn þar að fanga ýmsar villtar dýrategundir og flytja þær inn á sérstök loðdýrabú til ræktunar. Hvatinn að þessum eldistilraunum var hátt skinnaverð og mikil eftirspurn eftir grávöru auk þess sem ýmsir villt...
Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?
Í heild hljóðar spurningin svona:Eru ormar í berjum hættulegir mönnum ef þeir eru borðaðir í ferskum berjum? Ef svo er, drepast þeir við frystingu og á hvað löngum tíma? „Ormarnir“ sem stundum sjást á berjum og lyngi eru í raun ekki ormar heldur lirfur skordýra, aðallega fiðrilda. Þetta geta verið mismunandi te...
Hvað getið þið sagt mér um Perú?
Perú liggur að strönd Kyrrahafsins í norð-vesturhluta Suður-Ameríku. Perú á landamæri að Ekvador í norð-vestur, Kólumbíu í norð-austur, Brasilíu í austur, Bólivíu í suð-austur og Chíle í suður. Perú er 1.285.216 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli og áætlað er að íbúafjöldi landsins árið 2005 séu rúmlega 27.925....
Hverjar eru allar tegundir naggrísa?
Það hefur lengi verið ágreiningur meðal dýra- og flokkunarfræðinga um hvernig eigi að flokka naggrísi. Almennt ríkir sátt um að naggrísir séu flokkaðir í naggrísaætt (Caviidae) og því næst í tvær undirættir, eiginlega naggrísi (Caviinae) og mörur (Dolichotinae). Eiginlegir naggrísir greinast síðan í 4 ættkvíslir,...
Hvað er Beringssund breitt?
Beringssund er sundið á milli Desnjév-höfða í Rússlandi, sem er austasti hluti meginlands Asíu, og Prince of Wales-höfða í Alaska, en það er vestasti hluti meginlands Norður-Ameríku. Mörkin á milli heimsálfanna tveggja liggja um mitt sundið. Beringssund er um 85 km breitt og dýpið þar er á bilinu 30-50 m. Sundi...
Hverjir voru Mayar og hvar bjuggu þeir?
Hugtakið Maya er notað um fjölda skyldra þjóða sem um langan aldur hafa byggt syðstu fylki Mexíkó, auk Gvatemala, Belís og nyrstu hluta Hondúras og El Salvador. Landsháttum má skipta í tvennt, láglendið í norðri í Mexíkó, Belís og Norður-Gvatemala er af kalksteini, sem risið hefur úr sjó, en fjalllendið í suðri er...
Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?
Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...
Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?
Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...
Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum?
Til þess að svara þessari spurningu er rétt að spyrja fyrst hvort mannætur hafi nokkurn tímann verið til? Mannfræðingar, fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn sem rannsakað hafa heimildir um mannætur í ýmsum þjóðfélögum, eru ekki á eitt sáttir um að reglubundið mannaát hafi nokkurn tímann tíðkast. Þeir sem halda þ...
Hvers vegna dó risahákarlinn megalodon út?
Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon, Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon. Þessir hákarlar voru náskyldir hinum alræmda hvíthákarli eða hvítháfi (Carcharodon carcharias) sem er eina núlifandi tegund Carcharodon-ættkvíslar...