Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Beringssund breitt?

Aþena Lind Vestmann Ágústsdóttir og Sólrún Liza Guðmundsdóttir

Beringssund er sundið á milli Desnjév-höfða í Rússlandi, sem er austasti hluti meginlands Asíu, og Prince of Wales-höfða í Alaska, en það er vestasti hluti meginlands Norður-Ameríku. Mörkin á milli heimsálfanna tveggja liggja um mitt sundið.

Beringssund er um 85 km breitt og dýpið þar er á bilinu 30-50 m. Sundið tengir saman Tjúktahaf í norðri, sem er hluti af Norður-Íshafinu og Beringshaf í suðri en svo kallast nyrsti hluti Kyrrahafsins.

Beringssund, Síbería til vinstri, Alaska til hægri. Eyjurnar í miðju sundinu kallast Diomedeseyjar, sú minni tilheyrir Bandríkjunum en sú stærri tilheyrir Rússlandi. Á milli þeirra liggur daglínan og því er sitt hvor dagurinn á þessum tveimur eyjum þó aðeins séu 4 km á milli þeirra.

Sundið er kennt við danska landkönnuðinn Vitus Bering (1681-1741) sem um árabil var í þjónustu Péturs mikla Rússakeisara (1672-1725) og stýrði meðal annars könnunarleiðöngrum í Norður-Íshafinu. Hann sigldi um Beringssund árið 1728 í þeim tilgangi að kanna hvort meginland Asíu væri áfast Alaska eða hvort haf væri á milli.

Fyrir mörg þúsundum árum var landbrú á milli Ameríku og Asíu þar sem nú er Beringssund. Talið er að fyrir um 15.000 árum hafi menn farið um þessa landbrú frá Asíu og dreifst suður um alla Ameríku.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.6.2012

Spyrjandi

Guðni Marelson

Tilvísun

Aþena Lind Vestmann Ágústsdóttir og Sólrún Liza Guðmundsdóttir. „Hvað er Beringssund breitt?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2012, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21430.

Aþena Lind Vestmann Ágústsdóttir og Sólrún Liza Guðmundsdóttir. (2012, 18. júní). Hvað er Beringssund breitt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21430

Aþena Lind Vestmann Ágústsdóttir og Sólrún Liza Guðmundsdóttir. „Hvað er Beringssund breitt?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2012. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21430>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Beringssund breitt?
Beringssund er sundið á milli Desnjév-höfða í Rússlandi, sem er austasti hluti meginlands Asíu, og Prince of Wales-höfða í Alaska, en það er vestasti hluti meginlands Norður-Ameríku. Mörkin á milli heimsálfanna tveggja liggja um mitt sundið.

Beringssund er um 85 km breitt og dýpið þar er á bilinu 30-50 m. Sundið tengir saman Tjúktahaf í norðri, sem er hluti af Norður-Íshafinu og Beringshaf í suðri en svo kallast nyrsti hluti Kyrrahafsins.

Beringssund, Síbería til vinstri, Alaska til hægri. Eyjurnar í miðju sundinu kallast Diomedeseyjar, sú minni tilheyrir Bandríkjunum en sú stærri tilheyrir Rússlandi. Á milli þeirra liggur daglínan og því er sitt hvor dagurinn á þessum tveimur eyjum þó aðeins séu 4 km á milli þeirra.

Sundið er kennt við danska landkönnuðinn Vitus Bering (1681-1741) sem um árabil var í þjónustu Péturs mikla Rússakeisara (1672-1725) og stýrði meðal annars könnunarleiðöngrum í Norður-Íshafinu. Hann sigldi um Beringssund árið 1728 í þeim tilgangi að kanna hvort meginland Asíu væri áfast Alaska eða hvort haf væri á milli.

Fyrir mörg þúsundum árum var landbrú á milli Ameríku og Asíu þar sem nú er Beringssund. Talið er að fyrir um 15.000 árum hafi menn farið um þessa landbrú frá Asíu og dreifst suður um alla Ameríku.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....