Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem nú er Beringssund og dreifðust síðan þaðan suður eftir Ameríku, allar götur til Eldlands syðst í Suður-Ameríku. Lesa má nánar um uppruna og útbreiðslu mannkyns í svarinu Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni? eftir Agnar Helgason og Þorstein Vilhjálmsson.

Af þessu er ljóst að hvorki Leifur Eiríksson né Kólumbus fundu Ameríku fyrstir af öllum mönnum. Þeir sem fundu hana voru ónefndir menn í fyrsta hópnum sem kom til Ameríku samkvæmt framansögðu, þó að leiðin hafi að vísu síðar lokast að baki þeim um langt skeið. Þannig horfir málið við þegar litið er á það frá sjónarmiði mannkynsins í heild; eftir þennan atburð hafa alltaf verið til menn sem vissu að Ameríka var til. Er þess skemmst að minnast að menn af evrópskum uppruna vildu halda upp á það árið 1992 að 500 ár væru liðin síðan Kólumbus fann Ameríku, en þá risu aðrir upp og bentu á að liðnar væru þúsundir ára síðan fyrstu mennirnir fundu þessa heimsálfu.


Svona getum við hugsað okkur Leif Eiríksson á ferð sinni til Vínlands.

Hitt er annað mál að við getum sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku frá sjónarhóli þess samfélags sem hann lifði og hrærðist í, það er að segja norræns samfélags á miðöldum; hann (eða Bjarni Herjólfsson, sjá þetta svar) er talinn hafa verið fyrsti norræni maðurinn sem sá Ameríku og steig þar á land og hann og menn hans fluttu síðan fregnir af því til baka til Norðurlanda. Þekkingin á landafundum og siglingaleiðum norrænna landkönnuða varðveittist í sögum og síðar í bókum á Íslandi og víðar, þótt hún leiddi ekki til áframhaldandi búsetu eða samfelldra siglinga vestur um haf eftir því sem best er vitað. Þessi þekking komst ekki heldur í hámæli annars staðar í Evrópu þó að telja megi líklegt að Kólumbus hafi fengið pata af henni með rækilegum rannsóknum sínum á staðháttum við Atlantshafið þegar hann undirbjó vesturferðir sínar.

Á sama hátt er engan veginn rangt að segja að Kólumbus hafi fundið Ameríku frá sjónarmiði Suður-Evrópumanna; hann varð, eftir því sem við best vitum, fyrstur þeirra til að stíga þar á land árið 1492. Í tveimur fyrstu ferðum sínum kom hann aðeins til eyja í Karíbahafinu en í þriðju ferðinni steig hann á meginlandið þar sem nú er Venesúela og gat þá séð af vatnsföllum og öðru náttúrufari að nú væri hann ekki lengur á eyjum. Smám saman komst Kólumbus á þá skoðun að hann hefði fundið nýtt meginland sem Evrópumenn höfðu ekki þekkt áður, en taldi þó ranglega að það væri í næsta nágrenni við Asíu. Þessi misskilningur leiðréttist ekki fyrr en eftir hans dag.


Kólumbus og menn hans stíga á land í Ameríku, samkvæmt hugmyndum listamanns

Kólumbus undirbjó ferð sína af kostgæfni og sýndi fram á að siglingar til nýja heimsins væru mönnum vel færar með þeim skipum og tækjum sem þá voru tiltæk. Landafundir, landkönnun og landnám Evrópumanna vestan hafs héldu linnulaust áfram eftir hans dag. Hvað sem öðru líður hafa ferðir Kólumbusar markað dýpri spor í sögu mannkynsins en flest annað af þeim toga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir

  • Cavalli-Sforza, Luigi Luca, 2000. Genes, Peoples, and Languages. Mark Seielstad þýddi. New York: North Point Press.
  • Fernández-Armesto, Felipe, 1992. Columbus. Oxford: Oxford University Press (1. útgáfa 1991).

Frekara lesefni og myndir

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

26.1.2006

Spyrjandi

Ómar Ómarsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5593.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2006, 26. janúar). Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5593

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5593>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?
Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem nú er Beringssund og dreifðust síðan þaðan suður eftir Ameríku, allar götur til Eldlands syðst í Suður-Ameríku. Lesa má nánar um uppruna og útbreiðslu mannkyns í svarinu Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni? eftir Agnar Helgason og Þorstein Vilhjálmsson.

Af þessu er ljóst að hvorki Leifur Eiríksson né Kólumbus fundu Ameríku fyrstir af öllum mönnum. Þeir sem fundu hana voru ónefndir menn í fyrsta hópnum sem kom til Ameríku samkvæmt framansögðu, þó að leiðin hafi að vísu síðar lokast að baki þeim um langt skeið. Þannig horfir málið við þegar litið er á það frá sjónarmiði mannkynsins í heild; eftir þennan atburð hafa alltaf verið til menn sem vissu að Ameríka var til. Er þess skemmst að minnast að menn af evrópskum uppruna vildu halda upp á það árið 1992 að 500 ár væru liðin síðan Kólumbus fann Ameríku, en þá risu aðrir upp og bentu á að liðnar væru þúsundir ára síðan fyrstu mennirnir fundu þessa heimsálfu.


Svona getum við hugsað okkur Leif Eiríksson á ferð sinni til Vínlands.

Hitt er annað mál að við getum sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku frá sjónarhóli þess samfélags sem hann lifði og hrærðist í, það er að segja norræns samfélags á miðöldum; hann (eða Bjarni Herjólfsson, sjá þetta svar) er talinn hafa verið fyrsti norræni maðurinn sem sá Ameríku og steig þar á land og hann og menn hans fluttu síðan fregnir af því til baka til Norðurlanda. Þekkingin á landafundum og siglingaleiðum norrænna landkönnuða varðveittist í sögum og síðar í bókum á Íslandi og víðar, þótt hún leiddi ekki til áframhaldandi búsetu eða samfelldra siglinga vestur um haf eftir því sem best er vitað. Þessi þekking komst ekki heldur í hámæli annars staðar í Evrópu þó að telja megi líklegt að Kólumbus hafi fengið pata af henni með rækilegum rannsóknum sínum á staðháttum við Atlantshafið þegar hann undirbjó vesturferðir sínar.

Á sama hátt er engan veginn rangt að segja að Kólumbus hafi fundið Ameríku frá sjónarmiði Suður-Evrópumanna; hann varð, eftir því sem við best vitum, fyrstur þeirra til að stíga þar á land árið 1492. Í tveimur fyrstu ferðum sínum kom hann aðeins til eyja í Karíbahafinu en í þriðju ferðinni steig hann á meginlandið þar sem nú er Venesúela og gat þá séð af vatnsföllum og öðru náttúrufari að nú væri hann ekki lengur á eyjum. Smám saman komst Kólumbus á þá skoðun að hann hefði fundið nýtt meginland sem Evrópumenn höfðu ekki þekkt áður, en taldi þó ranglega að það væri í næsta nágrenni við Asíu. Þessi misskilningur leiðréttist ekki fyrr en eftir hans dag.


Kólumbus og menn hans stíga á land í Ameríku, samkvæmt hugmyndum listamanns

Kólumbus undirbjó ferð sína af kostgæfni og sýndi fram á að siglingar til nýja heimsins væru mönnum vel færar með þeim skipum og tækjum sem þá voru tiltæk. Landafundir, landkönnun og landnám Evrópumanna vestan hafs héldu linnulaust áfram eftir hans dag. Hvað sem öðru líður hafa ferðir Kólumbusar markað dýpri spor í sögu mannkynsins en flest annað af þeim toga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir

  • Cavalli-Sforza, Luigi Luca, 2000. Genes, Peoples, and Languages. Mark Seielstad þýddi. New York: North Point Press.
  • Fernández-Armesto, Felipe, 1992. Columbus. Oxford: Oxford University Press (1. útgáfa 1991).

Frekara lesefni og myndir

...