Hafa ber í huga, ef ljósferlar eru beinir, að efstu 500 m af tindi í 500 km fjarlægð sjást undir sama sjónarhorni og 1 mm í 1 m fjarlægð eða eins og fremsti oddur á kúlupenna í hendi á útréttum armi eða eins og lítil arða í sjóndeildarhring. Hillingar fletja þessa mynd, ef þær stafa af því, að hiti fari hækkandi með hæð næst jörðu. Dreifing ljósgeisla á leið gegnum andrúmsloftið veldur blámóðu, sem mynd fjallsins myndi hverfa í. Það er útlilokað, að svo fjarlæg fjöll sjáist undir þeim kringumstæðum, sem hér um ræðir, jafnvel þótt ljósgeisli geti sveigt langan veg eftir yfirborði jarðar. Á fjallshryggnum á Austur-Grænlandi gnæfir Gunnbjarnarfjall hæst og kemur eitt til greina við ólíkleg skilyrði. Jafnvel þótt allur hryggurinn, sem spannar 40o, væri 3700 m hár, myndi einungis nyrsti og nálægasti hluti hans koma til greina. Hann er nær allur í meira en 500 km fjarlægð og geislarnir hljóta því að hafa dofnað í um það bil 4% af upphaflegum styrk. Mynd fjallanna hverfur í blámóðu. Helzt ætti að vera von til að sjá slík fjöll undir sjónarhorni sem væri minna en 5o í stefnu nærri norð-norðvestri. (10o horn svarar til þess sjónarhorns sem hnúinn á útréttum handlegg spannar eða 10 cm í 60 cm fjarlægð.) Það er einungis lítið brot af sjónarsviði augans en um það bil sjónarsvið algengra sjónauka, sem stækka tífalt. Fyrirbærið, sem oftast er álitið vera fjöll á Grænlandi, þegar horft er frá Vestfjörðum, spannar sjóndeildarhringinn frá vestri til norðurs, og er það þá örugglega skýjabólstrar handan hans. Auðvitað er hugsanlegt og reyndar sennilegt, að misskilningur hafi stundum ýtt undir menn að leita nýrra landa handan sjóndeildarhrings.Þar sem hvergi er styttra milli Evrópu og Ameríku en milli Vestfjarða og Grænlands er með þessu einnig svarað spurningunni "Er hægt að sjá með berum augum (stærðfræðilega) frá Evrópu til Ameríku?" frá sama spyrjanda.
Er hægt að sjá með berum augum frá Íslandi til Grænlands?
Útgáfudagur
18.4.2000
Spyrjandi
Andrés Bjarnason
Tilvísun
Þorvaldur Búason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að sjá með berum augum frá Íslandi til Grænlands?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=346.
Þorvaldur Búason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 18. apríl). Er hægt að sjá með berum augum frá Íslandi til Grænlands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=346
Þorvaldur Búason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að sjá með berum augum frá Íslandi til Grænlands?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=346>.