Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 280 svör fundust

category-iconLandafræði

Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?

Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni: Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja. Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?

Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru skýin hvít?

Ský eru safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa og ískristalla sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Þegar sólarljósið fellur á ískristalla og vatnsdropana endurkasta þessar agnir öllum bylgjulengdum hins sýnilega ljóss og við skynjum endurkastið sem hvítt ljós. Vatnsdropar og ískristallar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?

Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í október 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör októbermánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hvað er ebóluveiran? Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Gæti ebóla orðið að heimsfaraldri á Vesturlöndum? Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu? Hvernig og hve...

category-iconJarðvísindi

Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum?

Áður óþekktur hafstraumur hefur komið í ljós við straummælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, en stofnunin hefur undanfarin ár staðið fyrir mælingum á straumum á Hornbankasniði á 21°35´V. Straumurinn kom í ljós yfir landgrunnshlíðinni og ber hann með sér þungan djúpsjó sem síðan streymir út um Grænlandssund suður...

category-iconHagfræði

Eykur laufabrauðsgerð á heimilum verga landsframleiðslu?

Eins og verg landsframleiðsla er almennt reiknuð þá telst slík verðmætasköpun ekki með. Útreikningur á vergri landsframleiðslu byggir á mati á sköpun verðmæta sem ganga kaupum og sölu á markaði. Það sem gert er innan veggja heimilanna til eigin nota reiknast því ekki með. Skurður og steiking á laufabrauði innan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“ og í hvaða samhengi er það notað? Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óh...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur?

Í Íslenskri orðabók sem upphaflega var unnin af Árna Böðvarssyni og kom út tvisvar undir hans ritstjórn (1963, 1983) er þessa merkingu ekki að finna undir flettunni kóngur. Hennar er ekki heldur getið í Viðbæti við Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefinn var út 1963. Aftur á móti er merkingin ‘reðurhúf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Raðtölur. Fyrir mörgum vefst - mér líka - hvernig raðtala er sögð þegar komið er yfir hundrað. Hundraðasti og fyrsti, hundraðasti og nítjándi. En þegar komið er í hundrað og tuttugu, á þá ekki að segja hundrað og tuttugasti; ekki hundraðasti og tuttugasti. Tek sérstaklega eftir ...

category-iconHugvísindi

Af hverju renna á mann tvær grímur?

Orðtakið tvær grímur renna á einhvern ‛einhver er á báðum áttum, einhver efast um eitthvað’ þekktist þegar í fornu máli og kemur fram í vísu sem Grettir Ásmundarson á að hafa kveðið. Uppruninn er ekki ljós en Halldór Halldórsson nefnir þrjár skýringar í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök (1954:205-207). Ein...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins stúlka?

Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var á ensku:What was the name for the color of orange (appelsínugulur) before oranges (appelsína) were known in Iceland? Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið appelsína er úr ritinu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf Gríms Thomsens og varðandi hann 1838–1858 en bréfi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir rannsakað?

Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir er lektor við hestafræðideild Hólaskóla – Háskólans á Hólum. Guðrún hefur stundað rannsóknir á hestum í rúm 20 ár. Aðalviðfangsefnið hefur verið á sviði þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins en einnig hefur hún rannsakað liti íslenska hestsins og fóðrun hesta. Í meistaranámi sínu í ...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í heiminum?

Óhætt er að fullyrða að útbreiddustu trúarbrögðin séu kristni. Kristnir telja um 2 milljarða eða um þriðjung jarðarbúa. Í öðru sæti eru múslimar sem eru 1,2 til 1,3 milljarðar eða kringum 20% íbúa jarðar. Næst koma hindúar; 780 til 900 milljónir eða 13-15%. Búddistar eru 360 milljónir eða 6% og eitthvað um 200 mil...

Fleiri niðurstöður