Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin var á ensku:
What was the name for the color of orange (appelsínugulur) before oranges (appelsína) were known in Iceland?

Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið appelsína er úr ritinu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf Gríms Thomsens og varðandi hann 1838–1858 en bréfið sem um ræðir er frá 1858.

þakklæti fyrir abelsínurnar

Rithátturinn skiptir hér litlu máli, er greinilega framburðarmynd. Aðeins yngra dæmi er úr ritinu Ný sumargjöf frá 1862:

Orange-ávextir (appelsínur) voru fluttir frá Kína til Portúgal, 1547.

Elsta heimild um appelsínu á timarit.is er úr blaðinu Heimskringlu frá 1892. Elsta heimild þar um appelsínugulur er í blaðinu Ísafold frá 1916 en þar eru nefndir litirnir appelínugulrauður og appelsínugulur. Samkvæmt heimildum í Ritmálsskránni kemur lýsingarorðið appelsínugulur fram á miðri 20. öld. Um svipað leyti kemur fram á prenti orðið appelsínurauður.

Elsta dæmið um orðið appelsína er í bréfi eftir Grím Thomsen frá 1858. Myndin er málverk af appelsínum frá 1640.

Orðið appelsína er tökuorð í íslensku á 19. öld úr dönsku sem aftur þáði það úr lágþýsku appelsina. Í sögulegu dönsku orðabókinni (Ordbog over det danske sprog) fann ég ekki dæmi um appelsínurauður eða –gulur en aftur á móti um orðið orangegul með skýringunni ‘rødgul som en orange’. Hér er notað litarheitið rauðgulur til að lýsa appelsínulit. Það orð þekkist þegar í fornu máli. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið er tiltekið dæmi úr Sturlungu: „rauðgulr á hár“ (1896:41). Fritzner nefnir líka orðið rauðbleikur um lit á skeggi (1896:40).

Liturinn rauðgulur var gjarnan notaður til að lýsa því sem við köllum nú yfirleitt appelsínugult.

Hér vil ég benda á grein eftir Susanne M. Arthur í tímaritinu Orði og tungu 15, einkum fjórða kafla sem hefur yfirskriftina The Color Orange in Icelandic. Þar nefnir hún bæði orðin rauðgulur og rauðbleikur sem ég tel einnig að hafi verið notuð til að lýsa því sem er „appelsínugult“, það er „með rauðgulum lit appelsínu“ (Íslensk orðabók 2002:42).

Heimildir:
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. A–L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda: Reykjavík.
  • Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. Tredie Bind. R–Ö. Den norske Forlagsforening, Oslo.
  • Susanne M. Arthur. 2013. Are Oranges Yellow? Appelsínugulur as a Basic Color Term in Icelandic. Orð og tunga 15:121–139.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.12.2016

Síðast uppfært

20.7.2020

Spyrjandi

Ernst Verwijnen

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2016, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72833.

Guðrún Kvaran. (2016, 8. desember). Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72833

Guðrún Kvaran. „Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2016. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72833>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var á ensku:

What was the name for the color of orange (appelsínugulur) before oranges (appelsína) were known in Iceland?

Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið appelsína er úr ritinu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf Gríms Thomsens og varðandi hann 1838–1858 en bréfið sem um ræðir er frá 1858.

þakklæti fyrir abelsínurnar

Rithátturinn skiptir hér litlu máli, er greinilega framburðarmynd. Aðeins yngra dæmi er úr ritinu Ný sumargjöf frá 1862:

Orange-ávextir (appelsínur) voru fluttir frá Kína til Portúgal, 1547.

Elsta heimild um appelsínu á timarit.is er úr blaðinu Heimskringlu frá 1892. Elsta heimild þar um appelsínugulur er í blaðinu Ísafold frá 1916 en þar eru nefndir litirnir appelínugulrauður og appelsínugulur. Samkvæmt heimildum í Ritmálsskránni kemur lýsingarorðið appelsínugulur fram á miðri 20. öld. Um svipað leyti kemur fram á prenti orðið appelsínurauður.

Elsta dæmið um orðið appelsína er í bréfi eftir Grím Thomsen frá 1858. Myndin er málverk af appelsínum frá 1640.

Orðið appelsína er tökuorð í íslensku á 19. öld úr dönsku sem aftur þáði það úr lágþýsku appelsina. Í sögulegu dönsku orðabókinni (Ordbog over det danske sprog) fann ég ekki dæmi um appelsínurauður eða –gulur en aftur á móti um orðið orangegul með skýringunni ‘rødgul som en orange’. Hér er notað litarheitið rauðgulur til að lýsa appelsínulit. Það orð þekkist þegar í fornu máli. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið er tiltekið dæmi úr Sturlungu: „rauðgulr á hár“ (1896:41). Fritzner nefnir líka orðið rauðbleikur um lit á skeggi (1896:40).

Liturinn rauðgulur var gjarnan notaður til að lýsa því sem við köllum nú yfirleitt appelsínugult.

Hér vil ég benda á grein eftir Susanne M. Arthur í tímaritinu Orði og tungu 15, einkum fjórða kafla sem hefur yfirskriftina The Color Orange in Icelandic. Þar nefnir hún bæði orðin rauðgulur og rauðbleikur sem ég tel einnig að hafi verið notuð til að lýsa því sem er „appelsínugult“, það er „með rauðgulum lit appelsínu“ (Íslensk orðabók 2002:42).

Heimildir:
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. A–L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda: Reykjavík.
  • Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. Tredie Bind. R–Ö. Den norske Forlagsforening, Oslo.
  • Susanne M. Arthur. 2013. Are Oranges Yellow? Appelsínugulur as a Basic Color Term in Icelandic. Orð og tunga 15:121–139.

Mynd:

...