What was the name for the color of orange (appelsínugulur) before oranges (appelsína) were known in Iceland?Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið appelsína er úr ritinu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf Gríms Thomsens og varðandi hann 1838–1858 en bréfið sem um ræðir er frá 1858.
þakklæti fyrir abelsínurnarRithátturinn skiptir hér litlu máli, er greinilega framburðarmynd. Aðeins yngra dæmi er úr ritinu Ný sumargjöf frá 1862:
Orange-ávextir (appelsínur) voru fluttir frá Kína til Portúgal, 1547.Elsta heimild um appelsínu á timarit.is er úr blaðinu Heimskringlu frá 1892. Elsta heimild þar um appelsínugulur er í blaðinu Ísafold frá 1916 en þar eru nefndir litirnir appelínugulrauður og appelsínugulur. Samkvæmt heimildum í Ritmálsskránni kemur lýsingarorðið appelsínugulur fram á miðri 20. öld. Um svipað leyti kemur fram á prenti orðið appelsínurauður.

Elsta dæmið um orðið appelsína er í bréfi eftir Grím Thomsen frá 1858. Myndin er málverk af appelsínum frá 1640.
- Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. A–L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda: Reykjavík.
- Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. Tredie Bind. R–Ö. Den norske Forlagsforening, Oslo.
- Susanne M. Arthur. 2013. Are Oranges Yellow? Appelsínugulur as a Basic Color Term in Icelandic. Orð og tunga 15:121–139.
- File:Still life with oranges on a plate - Google Art Project.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 8.12.2016).
- orange | racky salzman | Flickr. Myndrétthafi er racky salzman. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 16.11.2016).