Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið appelsína?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina.

Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá Indlandi á miðöldum.

Til aðgreiningar voru nýju appelsínurnar, sem bárust til hafna við Norðursjó snemma á 18. öld, kallaðar á lágþýsku Apel de Sina 'epli frá Kína' en um 1700 var Sina hið almenna nafn á Kína á þýsku. Á sama tíma kölluðu Frakkar ávöxtinn pomme de Sine eða Chine (pomme = epli) og Englendingar China orange. Orðið appelsina tóku Norður-Þjóðverjar upp eftir Hollendingum sem nefndu ávöxtinn appelsien.

Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.10.2002

Spyrjandi

Einar Bergþórsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið appelsína?“ Vísindavefurinn, 22. október 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2810.

Guðrún Kvaran. (2002, 22. október). Hvaðan kemur orðið appelsína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2810

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið appelsína?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2810>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið appelsína?
Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina.

Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá Indlandi á miðöldum.

Til aðgreiningar voru nýju appelsínurnar, sem bárust til hafna við Norðursjó snemma á 18. öld, kallaðar á lágþýsku Apel de Sina 'epli frá Kína' en um 1700 var Sina hið almenna nafn á Kína á þýsku. Á sama tíma kölluðu Frakkar ávöxtinn pomme de Sine eða Chine (pomme = epli) og Englendingar China orange. Orðið appelsina tóku Norður-Þjóðverjar upp eftir Hollendingum sem nefndu ávöxtinn appelsien.

Mynd: HB

...