Raðtölur. Fyrir mörgum vefst - mér líka - hvernig raðtala er sögð þegar komið er yfir hundrað. Hundraðasti og fyrsti, hundraðasti og nítjándi. En þegar komið er í hundrað og tuttugu, á þá ekki að segja hundrað og tuttugasti; ekki hundraðasti og tuttugasti. Tek sérstaklega eftir þessu hjá íþróttafréttamönnum. Hvernig er reglan? Hvað er rétt?Ritið Handbók um íslensku. Hagnýtur leiðarvísir um íslenskt mál, málnotkun, stafsetningu og ritun, var unnið á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og gefið út 2011. Ritstjóri var Jóhannes Bjarni Sigtryggsson. Um beygingu raðtalna segir þar:
Endi tala á heilum tug er það eini liður tölunnar sem fær raðtöluendingu: 120. (hundrað og tuttugasti), 1530. (eitt þúsund fimm hundruð og þrítugasti), 2070. (tvö þúsund og sjötugasti).Þessi grein byggist á samantekt eftir Ara Pál Kristinsson, rannsóknarprófessor á stofnuninni, undir heitinu „Hvernig á að beygja raðtölur“ sem hann skrifaði í Tungutak. Vettvangur umræðna um málfar (82:2) árið 1995. Það var innanhússrit á Ríkisútvarpinu ætlað fréttamönnum og öðrum starfsmönnum til leiðbeiningar um málfar. Mynd: