Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 20 svör fundust
Af hverju er sagt að menn séu tvítugir og sjötugir en síðan níræðir og tíræðir?
Til að tákna hversu marga tugi eitthvað hafði að geyma voru mynduð þegar í fornu máli lýsingarorð, svokölluð tölulýsingarorð, sem enduðu á –tugur (-togr, -tugr). Voru þau notuð um aldur, hæð og dýpt og eru enn. Sagt er að maður sé tvítugur ef hann hefur lifað tvo áratugi, talað er um tvítugt dýpi, tvítugt bjarg og...
Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala?
Þessari spurningu er nánast ómögulegt að svara. Mörg tungumál eru lítið eða nánast ekkert rannsökuð og oft er ekki vitað hve málhafarnir eru margir, það er að segja hve margir nota tungumálið. Þetta á til dæmis við um ýmis indíánamál í Mið- og Suður-Ameríku. Vitað er til þess að inflúensa lagði nær alla íbúa þorps...
Hvað þýðir orðið hvoll í örnefnum eins og Hvolsvöllur og Bergþórshvoll?
Orðið hvoll er hliðarmynd við hóll og líkrar merkingar, eða ‚ávöl hæð‘. Í eldra máli var orðmyndin hváll, til dæmis Arnarhváll í Reykjavík, nú Arnarhóll. Um tugur bæja í landinu hefur orðið að fyrri eða seinni lið, meðal annars Hvolsvöllur, sem kenndur er við Stórólfshvol, og Bergþórshvoll í Landeyjum. Þessi b...
Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Raðtölur. Fyrir mörgum vefst - mér líka - hvernig raðtala er sögð þegar komið er yfir hundrað. Hundraðasti og fyrsti, hundraðasti og nítjándi. En þegar komið er í hundrað og tuttugu, á þá ekki að segja hundrað og tuttugasti; ekki hundraðasti og tuttugasti. Tek sérstaklega eftir ...
Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?
Danska talnakerfið fer ekki að öllu leyti sínar eigin leiðir. Það á það sameiginlegt til dæmis með þýsku að byrja á tölunum frá einum og upp í níu þegar komið er yfir tuttugu. Til dæmis er í dönsku sagt en og tyve, to og tredive, tre og fyrre en í þýsku ein und zwanzig, zwei und dreißig, drei und vierzig. Í fornís...
Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?
Síðari liðurinn -ræður er vel þekktur í orðunum áttræður, níræður, tíræður og er í hljóðskiptum við liðinn -rað í hundrað. Fram að áttræðu er notaður síðari liðurinn -tugur, tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur, sextugur, sjötugur, það er taldir eru þeir tugir sem viðkomandi hefur lifað. Á x-tugs aldri merkir þ...
Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?
Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...
Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?
Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari...
Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?
Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...
Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug, en ekki á fertugsaldri, eins og er til dæmis sagt á dönsku og ensku? Í íslensku er það málvenja að sá sé tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur og svo framvegis sem er tuttugu, þrjátíu, fjörutíu eða fim...
Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?
Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breidd...
Voru einhverjir krakkar á Þingvöllum 17. júní 1944?
17. júní 1944 er einn merkasti dagur í sögu Íslendinga. Þá var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Fjölmenni var saman komið þennan gleðiríka dag á Þingvöllum og víðar á landinu að fagna fengnu frelsi við endalok hartnær sjö alda skeiðs erlendra yfirráða. Þeir sem hafa séð myndir af hátíðinni á Þingvöllum t...
Gæti ebóla orðið að heimsfaraldri á Vesturlöndum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að ebóla dreifist út fyrir Afríku, meira en einstök tilfelli, og þurfum við að hafa áhyggjur af því að sjúkdómurinn berist til Íslands? Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Vestur-Afríku hefur, þegar þetta er skrifað um miðjan október 2014, sýkt um 8600 manns ...
Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?
Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...
Af hverju hurfu rostungar frá Íslandi?
Það er rétt að rostungar (Odobenus rosmarus L.) hafa ekki haft fasta viðveru við Ísland um alllangt skeið (margar aldir). Þau stöku dýr sem sjást hér öðru hvoru, um eitt dýr að jafnaði tíunda hvert ár miðað við síðustu 4–5 áratugi, eru flækingar, líklega mest frá Grænlandi. Þau hafa hér skamma dvöl og eru iðulega ...