Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?

Inga Lára Baldvinsdóttir

Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[1]

Hinn hefðbundni skilningur á hugtakinu landslag er samkvæmt orðabók að það sé heildarútlit landsvæðis og form náttúru á tilteknum stað. Það hefur líka verið víkkað út í manngert landslag í hugtakinu borgarlandslag. Óháð því hvort að við tölum um landslag eða borgarlandslag þá var það einn og sami maðurinn sem fyrstur myndaði það á Íslandi. Það var Frakkinn og steindafræðingurinn Alfred Des Cloizeaux (1817-1897) sem hér dvaldi sumarið 1845. Hann ljósmyndaði með aðferð Daguerre á málmplötur. Landslagsmyndirnar sem hann nefnir sérstaklega í dagbók sinni sýndu hin tilkomumiklu fjöll í Dýrafirði og hann myndaði þau beint af skipsfjöl frá frönsku herskipi, sem lá þar inni á firðinum.[2] Engar mynda hans úr Dýrafirði hafa varðveist það vitað sé. Einu myndir Des Cloizeaux sem við þekkjum í raun eru teknar í Reykjavík. Þær sýna kannski ekki borgarlandslag því að Reykjavík var þá aðeins lítill smábær. Önnur myndin sýnir Grjótaþorpið og skipalægið en hin húsaþyrpinguna frá Austurvelli og upp í Þingholtin en fá hús voru þá risin við Lækjargötu vestanverða.

Alfred des Cloizeaux 1845: Tvær daguerreótýpur frá Reykjavík. Musée des arts et métiers du C.N.A.M.- París.

Það líður rétt um áratugur þar til næst er vitað um ferðamenn við ljósmyndatökur á Íslandi. Sumarið 1856 komu hingað tveir leiðangrar með ljósmyndara í sínu fylgdarliði. Annar ljósmyndarinn var Charles E. Fitzgerald skurðlæknir sem var ferðafélagi Dufferins lávarðar í Íslandsferð hans. Við fregnum af myndatökunum úr ferðabók Dufferins þar sem þær eru aðeins nefndar stuttlega fyrir utan frásögn um erfiðleikana við að ná mynd af Geysisgosi, sem ekki tókst. Fitzgerald tók myndir með nýrri aðferð Englendingsins Fredericks Scott Archers (1813-1857) á svonefndar votplötur sem voru á gleri. Sama sumar kom Jérôme Napoléon (1784-1860) prins af Frakklandi til Íslands og meðal leiðangursmanna hans var Louis Rousseau (1811-1874) ljósmyndari við Náttúrusögusafnið. Hann myndaði einnig á votplötur. Vitað er að hann tók um 40 myndir á Íslandi í ferðinni en aðeins ein þeirra er þekkt og það er mannamynd. Samkvæmt frásögnum var kjarni mynda hans af staðfræðilegum og mannfræðilegum toga.[3] Þannig að þar er þriðji aðilinn sem myndar landslagsmyndir. Fyrirfram höfðu verið væntingar um að hann tæki myndir af hverum og náttúrufyrirbærum en ekki mun hafa orðið af því.

Houzé de L´Aulnoit. Haukadalur í Dýrafirði. Júní 1858. Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni.

Fjórða syrpa ljósmynda frá Íslandi sem við þekkjum var einnig tekin af Frakka. Sá var liðsforingi á frönsku eftirlitsskipi sem hingað kom sumarið 1858 og hét Houzé de L´Aulnoit (1824-1895). Myndatökurnar tengjast áhuga Frakka á að koma upp aðstöðu til fiskverkunar við Breiðafjörð og í Dýrafirði. Myndirnar eru elstu ljósmyndir á pappír teknar utan dyra á Íslandi sem hafa varðveist. Vitað er um myndir eftir hann úr Íslandsförinni á þremur stöðum. Í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni er syrpa níu mynda frá Houze de L´Aulnoit, sem keypt var frá Englandi árið 1985. Nokkrar myndanna sýna skipverjana á eftirlitsskipinu, en aðrar viðkomustaðina og fólk og hús bæði í Reykjavík, Grundarfirði og Dýrafirði. Ein þeirra tekin í Dýrafirði hlýtur að teljast landslagsmynd. Í Branly-safninu í París er varðveitt albúm frá de L´Aulnoit þar sem er rúmur tugur ljósmynda úr Íslandsförinni en aðallega myndir úr ferðum hans til Afríku. Íslandsmyndirnar eru myndir af fólki sem hann hefur kynnst og átt samskipti við í ferðinni.[4]

Skömmu eftir hrun bárust fregnir af því að til sölu væri albúm með Íslandsmyndum de L´Aulnoit, sem ekki var hægt að fjármagna kaup á og selt var erlendum einkasafnara. Það hefur verið nefnt fyrsta íslenska ljósmyndaalbúmið. Það er heildstætt albúm með myndum eingöngu frá Íslandi. Í því eru 23 ljósmyndir þar af fimm frá Osló, en nokkrar myndanna eru þær sömu og til eru eintök af í Þjóðminjasafni. En í því komu fram níu áður óþekktar Íslandsmyndir. Nokkrar eru úr Reykjavík og sýna hús og húsaþyrpingar. Síðan eru þar enn myndir úr Dýrafirði eða sex talsins og sýna fjórar þeirra landslag. Ýmist eru þær teknar þvert yfir fjörðinn til fjalla með skip í forgrunni eða inn til dala með fjöll í bakgrunni.[5]

Stutta svarið við spurningunni er að elstu landslagsljósmyndir sem varðveist hafa frá Íslandi eru syrpa ljósmynda sem teknar voru í júní 1858 af frönskum liðsforingja úr Dýrafirði með áherslu á fjalllendið. Aðeins ein þeirra mynda er varðveitt hérlendis og hún fylgir þessu svari.

Tilvísanir:
  1. ^ Yfirlit um þetta efni er í Inga Lára Baldvinsdóttir. Ljósmyndarar á Íslandi. Reykjavík 2001, s. 12-16.
  2. ^ Æsa Sigurjónsdóttir. Ísland í sjónmáli. Franskir ljósmyndarar á Íslandi 1845-1900. Reykjavík 2000, s. 19.
  3. ^ Æsa Sigurjónsdóttir. Ísland í sjónmáli. Franskir ljósmyndarar á Íslandi 1845-1900. Reykjavík 2000, s. 44.
  4. ^ Sjá slóð: http://www.quaibranly.fr/en/explore-collections/base/Work/action/show/notice/695271-sans-titre-album-de-souvenirs-personnels-portraits-et-paysages/page/10/. Slóð tekin 28.1.2019.
  5. ^ Byggt á óbirtum heimildagögnum frá söluaðila albúmsins.

Höfundur

Útgáfudagur

6.2.2019

Spyrjandi

Garðar Friðrik Harðarson

Tilvísun

Inga Lára Baldvinsdóttir. „Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73276.

Inga Lára Baldvinsdóttir. (2019, 6. febrúar). Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73276

Inga Lára Baldvinsdóttir. „Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73276>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?
Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[1]

Hinn hefðbundni skilningur á hugtakinu landslag er samkvæmt orðabók að það sé heildarútlit landsvæðis og form náttúru á tilteknum stað. Það hefur líka verið víkkað út í manngert landslag í hugtakinu borgarlandslag. Óháð því hvort að við tölum um landslag eða borgarlandslag þá var það einn og sami maðurinn sem fyrstur myndaði það á Íslandi. Það var Frakkinn og steindafræðingurinn Alfred Des Cloizeaux (1817-1897) sem hér dvaldi sumarið 1845. Hann ljósmyndaði með aðferð Daguerre á málmplötur. Landslagsmyndirnar sem hann nefnir sérstaklega í dagbók sinni sýndu hin tilkomumiklu fjöll í Dýrafirði og hann myndaði þau beint af skipsfjöl frá frönsku herskipi, sem lá þar inni á firðinum.[2] Engar mynda hans úr Dýrafirði hafa varðveist það vitað sé. Einu myndir Des Cloizeaux sem við þekkjum í raun eru teknar í Reykjavík. Þær sýna kannski ekki borgarlandslag því að Reykjavík var þá aðeins lítill smábær. Önnur myndin sýnir Grjótaþorpið og skipalægið en hin húsaþyrpinguna frá Austurvelli og upp í Þingholtin en fá hús voru þá risin við Lækjargötu vestanverða.

Alfred des Cloizeaux 1845: Tvær daguerreótýpur frá Reykjavík. Musée des arts et métiers du C.N.A.M.- París.

Það líður rétt um áratugur þar til næst er vitað um ferðamenn við ljósmyndatökur á Íslandi. Sumarið 1856 komu hingað tveir leiðangrar með ljósmyndara í sínu fylgdarliði. Annar ljósmyndarinn var Charles E. Fitzgerald skurðlæknir sem var ferðafélagi Dufferins lávarðar í Íslandsferð hans. Við fregnum af myndatökunum úr ferðabók Dufferins þar sem þær eru aðeins nefndar stuttlega fyrir utan frásögn um erfiðleikana við að ná mynd af Geysisgosi, sem ekki tókst. Fitzgerald tók myndir með nýrri aðferð Englendingsins Fredericks Scott Archers (1813-1857) á svonefndar votplötur sem voru á gleri. Sama sumar kom Jérôme Napoléon (1784-1860) prins af Frakklandi til Íslands og meðal leiðangursmanna hans var Louis Rousseau (1811-1874) ljósmyndari við Náttúrusögusafnið. Hann myndaði einnig á votplötur. Vitað er að hann tók um 40 myndir á Íslandi í ferðinni en aðeins ein þeirra er þekkt og það er mannamynd. Samkvæmt frásögnum var kjarni mynda hans af staðfræðilegum og mannfræðilegum toga.[3] Þannig að þar er þriðji aðilinn sem myndar landslagsmyndir. Fyrirfram höfðu verið væntingar um að hann tæki myndir af hverum og náttúrufyrirbærum en ekki mun hafa orðið af því.

Houzé de L´Aulnoit. Haukadalur í Dýrafirði. Júní 1858. Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni.

Fjórða syrpa ljósmynda frá Íslandi sem við þekkjum var einnig tekin af Frakka. Sá var liðsforingi á frönsku eftirlitsskipi sem hingað kom sumarið 1858 og hét Houzé de L´Aulnoit (1824-1895). Myndatökurnar tengjast áhuga Frakka á að koma upp aðstöðu til fiskverkunar við Breiðafjörð og í Dýrafirði. Myndirnar eru elstu ljósmyndir á pappír teknar utan dyra á Íslandi sem hafa varðveist. Vitað er um myndir eftir hann úr Íslandsförinni á þremur stöðum. Í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni er syrpa níu mynda frá Houze de L´Aulnoit, sem keypt var frá Englandi árið 1985. Nokkrar myndanna sýna skipverjana á eftirlitsskipinu, en aðrar viðkomustaðina og fólk og hús bæði í Reykjavík, Grundarfirði og Dýrafirði. Ein þeirra tekin í Dýrafirði hlýtur að teljast landslagsmynd. Í Branly-safninu í París er varðveitt albúm frá de L´Aulnoit þar sem er rúmur tugur ljósmynda úr Íslandsförinni en aðallega myndir úr ferðum hans til Afríku. Íslandsmyndirnar eru myndir af fólki sem hann hefur kynnst og átt samskipti við í ferðinni.[4]

Skömmu eftir hrun bárust fregnir af því að til sölu væri albúm með Íslandsmyndum de L´Aulnoit, sem ekki var hægt að fjármagna kaup á og selt var erlendum einkasafnara. Það hefur verið nefnt fyrsta íslenska ljósmyndaalbúmið. Það er heildstætt albúm með myndum eingöngu frá Íslandi. Í því eru 23 ljósmyndir þar af fimm frá Osló, en nokkrar myndanna eru þær sömu og til eru eintök af í Þjóðminjasafni. En í því komu fram níu áður óþekktar Íslandsmyndir. Nokkrar eru úr Reykjavík og sýna hús og húsaþyrpingar. Síðan eru þar enn myndir úr Dýrafirði eða sex talsins og sýna fjórar þeirra landslag. Ýmist eru þær teknar þvert yfir fjörðinn til fjalla með skip í forgrunni eða inn til dala með fjöll í bakgrunni.[5]

Stutta svarið við spurningunni er að elstu landslagsljósmyndir sem varðveist hafa frá Íslandi eru syrpa ljósmynda sem teknar voru í júní 1858 af frönskum liðsforingja úr Dýrafirði með áherslu á fjalllendið. Aðeins ein þeirra mynda er varðveitt hérlendis og hún fylgir þessu svari.

Tilvísanir:
  1. ^ Yfirlit um þetta efni er í Inga Lára Baldvinsdóttir. Ljósmyndarar á Íslandi. Reykjavík 2001, s. 12-16.
  2. ^ Æsa Sigurjónsdóttir. Ísland í sjónmáli. Franskir ljósmyndarar á Íslandi 1845-1900. Reykjavík 2000, s. 19.
  3. ^ Æsa Sigurjónsdóttir. Ísland í sjónmáli. Franskir ljósmyndarar á Íslandi 1845-1900. Reykjavík 2000, s. 44.
  4. ^ Sjá slóð: http://www.quaibranly.fr/en/explore-collections/base/Work/action/show/notice/695271-sans-titre-album-de-souvenirs-personnels-portraits-et-paysages/page/10/. Slóð tekin 28.1.2019.
  5. ^ Byggt á óbirtum heimildagögnum frá söluaðila albúmsins.

...