Þetta er í rauninni það sama og veldur því að snjórinn er hvítur en ágætist útskýringu á því er að finna í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? Þar segir:
Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum með fjölbreytta lögun. Hver stakur kristall er gegnsær en speglar nokkrum prósentum af þeirri ljósorku sem á hann fellur, líkt og gler. Hann drekkur sáralítið í sig af geislun. Þar sem kristallarnir snúa á ýmsa vegu dreifist þessi speglun í allar áttir, og það sem ekki speglast á fyrsta snjókorni sem geislinn mætir speglast á þeim næstu. Snjórinn endurvarpar þess vegna því sem næst allri geislun sem á hann fellur með dreifðu endurkasti, óháð öldulengd, og fær þess vegna hvíta áferð í dagsbirtu.Ef skýin eru mjög þykk endurkastast ekki allir ljósgeislarnir og þá fá skýin á sig gráan lit. Ský geta einnig virst grá ef á þau fellur skuggi af öðrum skýjum eða ef efra borð skýsins varpar skugga niður í gegnum það. Á Vísindavefnum eru fleiri svör bæði um ský og ljós/liti, til dæmis:
- Af hverju er himinninn blár?
- Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?
- Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?
- Eru til margar gerðir skýja?
- Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?
- Hvernig myndast snjókorn?
- Cloud á Wikipedia. Sótt 13. 3. 2008.
- Why are clouds white? á Old Dominion University College of Sciences Newsletter. Sótt 13. 3. 2008.
- Clouds á Weather Wiz Kids. Sótt 13. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.