Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?

Haraldur Ólafsson

Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis við skil kaldra og hlýrra loftmassa, þar sem loft í neðri loftlögum hlýnar, léttist og stígur upp vegna snertingar við hlýtt yfirborð jarðar eða þar sem vindur lendir á fjöllum og loftið þvingast upp á við.

Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist.

Ský sem snerta jörð eru kölluð þoka og er hún einkum algeng á fjöllum. Þoka á láglendi tengist ekki uppstreymi, heldur oftast kólnun vegna snertingar við svalt yfirborð jarðar eða vegna útgeislunar.

Þeir kraftar sem mestu máli skipta fyrir lóðrétta hreyfingu skýjadropa eru þyngdarkraftur jarðar og viðnám milli andrúmslofts og dropanna. Þyngdarkrafturinn togar dropana niður á við, en um leið og þeir hreyfast úr stað tekur viðnámið til við að vinna gegn hreyfingunni. Séu droparnir nægilega litlir vegur viðnámskrafturinn nærri því á móti þyngdarkraftinum og fallhraði dropanna verður hverfandi lítill. Auk þess getur verið að droparnir gufi upp aftur þegar þeir koma í hlýrra loft neðst í skýinu. Þetta skýrir það af hverju skýin falla ekki til jarðar.

Tilviljanakenndar hreyfingar skýjadropa geta leitt til árekstra við aðra dropa og við það fækkar dropum og þeir stækka. Því stærri sem droparnir eru, því meiri verður fallhraðinn, uns að því kemur að droparnir falla niður úr skýi hinna örsmáu skýjadropa. Þar er komið upphaf úrkomu, rigningar eða snjókomu. Úrkomudropar á Íslandi eru nærri alltaf frosnir er þeir leggja af stað til jarðar, en þiðna á leiðinni niður ef lofthitinn er nægilega hár.

Í útjaðri skýja er stöðug uppgufun en í uppstreyminu myndast í sífellu nýir dropar. Þegar uppstreymi linnir gufa skýin smám saman upp.

Mynd:

Höfundur

Haraldur Ólafsson

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.3.2000

Síðast uppfært

7.9.2023

Spyrjandi

Róbert Þór Henn
Andri Már Marteinsson,
Magnús Örn, Helguvík

Tilvísun

Haraldur Ólafsson. „Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=222.

Haraldur Ólafsson. (2000, 11. mars). Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=222

Haraldur Ólafsson. „Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=222>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?
Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis við skil kaldra og hlýrra loftmassa, þar sem loft í neðri loftlögum hlýnar, léttist og stígur upp vegna snertingar við hlýtt yfirborð jarðar eða þar sem vindur lendir á fjöllum og loftið þvingast upp á við.

Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist.

Ský sem snerta jörð eru kölluð þoka og er hún einkum algeng á fjöllum. Þoka á láglendi tengist ekki uppstreymi, heldur oftast kólnun vegna snertingar við svalt yfirborð jarðar eða vegna útgeislunar.

Þeir kraftar sem mestu máli skipta fyrir lóðrétta hreyfingu skýjadropa eru þyngdarkraftur jarðar og viðnám milli andrúmslofts og dropanna. Þyngdarkrafturinn togar dropana niður á við, en um leið og þeir hreyfast úr stað tekur viðnámið til við að vinna gegn hreyfingunni. Séu droparnir nægilega litlir vegur viðnámskrafturinn nærri því á móti þyngdarkraftinum og fallhraði dropanna verður hverfandi lítill. Auk þess getur verið að droparnir gufi upp aftur þegar þeir koma í hlýrra loft neðst í skýinu. Þetta skýrir það af hverju skýin falla ekki til jarðar.

Tilviljanakenndar hreyfingar skýjadropa geta leitt til árekstra við aðra dropa og við það fækkar dropum og þeir stækka. Því stærri sem droparnir eru, því meiri verður fallhraðinn, uns að því kemur að droparnir falla niður úr skýi hinna örsmáu skýjadropa. Þar er komið upphaf úrkomu, rigningar eða snjókomu. Úrkomudropar á Íslandi eru nærri alltaf frosnir er þeir leggja af stað til jarðar, en þiðna á leiðinni niður ef lofthitinn er nægilega hár.

Í útjaðri skýja er stöðug uppgufun en í uppstreyminu myndast í sífellu nýir dropar. Þegar uppstreymi linnir gufa skýin smám saman upp.

Mynd:...