Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Rósa Hildur Bragadóttir spurði: "Hvers vegna er kaldara uppi í háloftunum en á jörðu niðri?"
Eyvindur Örn Barðason spurði: "Hversvegna er kaldara uppi á fjalli en niður við sjó, þó að fjallið sé nær sólinni?"
Á fjöllum og í háloftum er kaldara en á láglendi vegna þess að þar uppi er lægri loftþrýstingur.
Sé horft framhjá breytingum á eðlismassa lofts breytist hitastig þess í réttu hlutfalli við þrýsting. Því meiri sem þrýstingurinn er því hærri verður hitinn. Samhengi hita og þrýstings má sannreyna með því að halda hitamæli við opið á uppblásinni hjólaslöngu. Þegar loftinu er sleppt út lækkar þrýstingur þess og kemur það fram í lægri hita.
Loftþrýstingur í andrúmsloftinu endurspeglar við flestar veðuraðstæður þyngd þess lofts sem fyrir ofan er, allt að endimörkum lofthjúpsins. Því hærra sem dregur, þeim mun minna loft er fyrir ofan og því fer loftþrýstingur lækkandi með hæð.
Nálægt jörðu lækkar lofthiti að jafnaði um 0.6°C fyrir hverja 100 metra sem upp er farið, en hitafall er breytilegt eftir veðuraðstæðum hverju sinni. Stundum hækkar hiti jafnvel með hæð og kallast það hitahvörf.
Íslenskt lesefni:
Markús Á. Einarsson, Veðurfræði.
Haraldur Ólafsson, "Vindstrengir og skjól við fjöll" Náttúrufræðingurinn, 68. árg., 1. hefti.
Haraldur Ólafsson. „Hvers vegna er kaldara í háloftum og á fjöllum en á láglendi?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=141.
Haraldur Ólafsson. (2000, 24. febrúar). Hvers vegna er kaldara í háloftum og á fjöllum en á láglendi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=141
Haraldur Ólafsson. „Hvers vegna er kaldara í háloftum og á fjöllum en á láglendi?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=141>.