Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn.

Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það er um miðja 12. öld. Stökkbreyting er það þegar arfgeng breyting verður á erfðaefni lífvera og sumar breytingar af því tagi festast með tegundinni vegna náttúrulegs vals.

Sú útgáfa ebóluveirunnar sem sýkir menn, varð til um miðja 12. öld eða um það leyti sem Snorri Sturluson fæddist. Forðahýsill ebóluveirunnar er talinn vera ávaxtaleðurblökur.

Ebólaveiran tilheyrir ætt svonefndra þráðveira (Filoviridae) og er skyld svonefndri Marburg-veiru. Með því að greina mun á genum ebólu- og Marburg-veirunum hafa vísindamenn sýnt fram á að þráðveirurnar tvær hafi þróast frá sameiginlegum forföður fyrir um 700-850 árum síðar.

Rannsókn á ætt þráðveira sýnir ennfremur að þær hafa verið til í um 10.000 ár. Getgátur eru uppi um að sumar fornar plágur, eins og sú sem herjaði á íbúa í Aþenu 430 f.Kr., hafi verið af ætt þráðveira.

Blóðsýni úr mönnum frá ýmsum löndum í Mið-Afríku gefa til kynna að rúmlega 30% þeirra hafi mótefni fyrir ebóluveirunni. Mótefni hefur líklega myndast þegar menn komust í snertingu við óvirkar veirur, til dæmis af ávöxtum menguðum af munnvatni úr ávaxtaleðurblökum (Pteropodidae) en þær eru taldar vera forðahýsill ebóluveirunnar.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni erfðafræðingi fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.10.2014

Síðast uppfært

16.4.2020

Spyrjandi

Jón Gautur Magnússon, f. 2004

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?“ Vísindavefurinn, 30. október 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68406.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2014, 30. október). Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68406

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68406>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?
Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn.

Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það er um miðja 12. öld. Stökkbreyting er það þegar arfgeng breyting verður á erfðaefni lífvera og sumar breytingar af því tagi festast með tegundinni vegna náttúrulegs vals.

Sú útgáfa ebóluveirunnar sem sýkir menn, varð til um miðja 12. öld eða um það leyti sem Snorri Sturluson fæddist. Forðahýsill ebóluveirunnar er talinn vera ávaxtaleðurblökur.

Ebólaveiran tilheyrir ætt svonefndra þráðveira (Filoviridae) og er skyld svonefndri Marburg-veiru. Með því að greina mun á genum ebólu- og Marburg-veirunum hafa vísindamenn sýnt fram á að þráðveirurnar tvær hafi þróast frá sameiginlegum forföður fyrir um 700-850 árum síðar.

Rannsókn á ætt þráðveira sýnir ennfremur að þær hafa verið til í um 10.000 ár. Getgátur eru uppi um að sumar fornar plágur, eins og sú sem herjaði á íbúa í Aþenu 430 f.Kr., hafi verið af ætt þráðveira.

Blóðsýni úr mönnum frá ýmsum löndum í Mið-Afríku gefa til kynna að rúmlega 30% þeirra hafi mótefni fyrir ebóluveirunni. Mótefni hefur líklega myndast þegar menn komust í snertingu við óvirkar veirur, til dæmis af ávöxtum menguðum af munnvatni úr ávaxtaleðurblökum (Pteropodidae) en þær eru taldar vera forðahýsill ebóluveirunnar.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni erfðafræðingi fyrir yfirlestur.

...