Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju renna á mann tvær grímur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðtakið tvær grímur renna á einhvern ‛einhver er á báðum áttum, einhver efast um eitthvað’ þekktist þegar í fornu máli og kemur fram í vísu sem Grettir Ásmundarson á að hafa kveðið. Uppruninn er ekki ljós en Halldór Halldórsson nefnir þrjár skýringar í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök (1954:205-207). Ein þeirra er úr orðabók Eiríks Jónssonar, Oldnordisk Ordbog (1863), þar sem gríma í orðtakinu er talin merkja ‛andlitssvipur’ sem sýni að viðkomandi er á báðum áttum. Halldór bendir á að sá galli sé á skýringunni að orðið gríma sé annars ekki notað í þessari merkingu.

Rómverski guðinn Janus hafði tvö andlit.

Önnur er úr orðabók Cleasbys-Vigfússonar, Icelandic – English Dictionary (1869), þar sem giskað er á að átt sé við múl sem renni á hest. Halldór hafnar þessari skýringu algerlega en giskar fremur á að gríma hafi táknað kippiþráð á veiðineti og vitnar þar til merkinga grime í dönsku ‛möskvi, net’ og grimma í sænsku. Ef tveir slíkir þræðir færist að dýrinu verði það óöruggt.

Jón Friðjónsson nefnir þá skýringu í Mergi málsins (1993:200) að uppruninn kunni að tengjast rómverska guðinum Janusi sem hafði tvö andlit og gat bæði séð fram fyrir sig og aftur fyrir sig í einu. Þannig vísi tvær grímur til óvissu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna er sagt að það renni á mann tvær grímur? Af hverju ekki bara ein?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.10.2010

Spyrjandi

Anna Einarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju renna á mann tvær grímur?“ Vísindavefurinn, 14. október 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55666.

Guðrún Kvaran. (2010, 14. október). Af hverju renna á mann tvær grímur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55666

Guðrún Kvaran. „Af hverju renna á mann tvær grímur?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55666>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju renna á mann tvær grímur?
Orðtakið tvær grímur renna á einhvern ‛einhver er á báðum áttum, einhver efast um eitthvað’ þekktist þegar í fornu máli og kemur fram í vísu sem Grettir Ásmundarson á að hafa kveðið. Uppruninn er ekki ljós en Halldór Halldórsson nefnir þrjár skýringar í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök (1954:205-207). Ein þeirra er úr orðabók Eiríks Jónssonar, Oldnordisk Ordbog (1863), þar sem gríma í orðtakinu er talin merkja ‛andlitssvipur’ sem sýni að viðkomandi er á báðum áttum. Halldór bendir á að sá galli sé á skýringunni að orðið gríma sé annars ekki notað í þessari merkingu.

Rómverski guðinn Janus hafði tvö andlit.

Önnur er úr orðabók Cleasbys-Vigfússonar, Icelandic – English Dictionary (1869), þar sem giskað er á að átt sé við múl sem renni á hest. Halldór hafnar þessari skýringu algerlega en giskar fremur á að gríma hafi táknað kippiþráð á veiðineti og vitnar þar til merkinga grime í dönsku ‛möskvi, net’ og grimma í sænsku. Ef tveir slíkir þræðir færist að dýrinu verði það óöruggt.

Jón Friðjónsson nefnir þá skýringu í Mergi málsins (1993:200) að uppruninn kunni að tengjast rómverska guðinum Janusi sem hafði tvö andlit og gat bæði séð fram fyrir sig og aftur fyrir sig í einu. Þannig vísi tvær grímur til óvissu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna er sagt að það renni á mann tvær grímur? Af hverju ekki bara ein?
...