Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 548 svör fundust
Af hverju renna á mann tvær grímur?
Orðtakið tvær grímur renna á einhvern ‛einhver er á báðum áttum, einhver efast um eitthvað’ þekktist þegar í fornu máli og kemur fram í vísu sem Grettir Ásmundarson á að hafa kveðið. Uppruninn er ekki ljós en Halldór Halldórsson nefnir þrjár skýringar í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök (1954:205-207). Ein...
Hvað veldur því að austan og vestan við Ísland er úthafsskorpan óvenjulega þykk?
Sú skorpa sem vísað er til í spurningunni er basaltskorpa hafsbotnanna, sem er að jafnaði um 7 km þykk undir úthöfunum en 30+/-5 km þykk á hryggnum frá A-Grænlandi um Ísland til Færeyja. Undir basaltskorpunni er jarðmöttullinn sem hefur talsvert aðra efna- og steindasamsetningu. Basaltið sem myndar skorpuna hefur ...
Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?
Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...
Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...
Hvaða áhrif getur ófrjósemi haft á andlega líðan og tilfinningar hjá báðum kynjum?
Þegar talað er um ófrjósemi þá er átt við pör sem hafa stundað kynlíf án getnaðarvarna í að lágmarki eitt ár án þess að konan verði barnshafandi.1 Ófrjósemi er ekki sú aðstaða sem fólk kýs sér2 og er talið að hérlendis eigi um 15% para við þetta vandamál að stríða.3 Orsakir má rekja jafnt til karla og kvenna og er...
Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?
Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...
Hvað er innst inni í jörðinni?
Vísindamenn hafa hugmyndir um innri gerð jarðar úr ýmsum áttum. Jarðskjálftamælingar sýna að í miðju jarðar er kúlulaga jarðkjarni með um 3470 km geisla (radíus). Allra innst er svonefndur innri kjarni sem er aðallega úr járni. Þar fyrir utan er kjarni úr fljótandi efni, uppistaðan í honum er einnig talin vera jár...
Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?
Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...
Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?
Til skýringar er rétt að geta þess að "any key" þýðir "hvaða hnappur sem er". Við á ritstjórn Vísindavefsins áttum lengi í vandræðum með að finna þennan gagnlega hnapp. Á endanum var brugðið á það ráð að fjárfesta í nýjum lyklaborðum handa starfsfólkinu til að leysa þennan vanda. Á þessum lyklaborðum er „any k...
Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi?
Moskítóflugur, Culicidae, eru tvívængjur, Diptera, sem lifa um allan heim. Fullorðin kvendýr sjúga blóð úr spendýrum, fuglum og í sumum tilfellum skriðdýrum til að afla næringar og próteina. Án blóðmáltíðar geta þær ekki þroskað egg. Þær lifa ekki hér á landi, en eru algengar í nágrannalöndunum. Á Grænlandi er...
Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir?
Hér er einnig svarað spurningu Eyjólfs Jónssonar (f. 1989), Af hverju rata dúfur alltaf heim?Ein helsta ráðgáta náttúrufræðinnar hefur verið sú hvernig fuglum hefur tekist að rata á sama hreiðurstæðið ár eftir ár þrátt fyrir langt og erfitt flug yfir úthöf og meginlönd. Fuglar sem leggja upp í farflug notast við ý...
Af hverju verða tennur skakkar?
Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna...
Hvað er örbylgjukliður, hvenær uppgötvaðist hann og hvernig er hann útskýrður?
Grundvallarforsögn kenningarinnar um Miklahvell (Big Bang) er sú að alheimurinn þenjist út. Útþenslan bendir til þess að alheimurinn hafi verið minni, þéttari og heitari í fortíðinni, en að hann hafi smám saman kólnað með þenslunni. Snemma í sögu alheimsins hefur gasið sem hann var gerður úr verið mjög heitt og g...
Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari og ríkjandi áttum fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands? Ef átt er við árstímann er sumarið vissulega hagstæðast til siglinga milli landa. Vindurinn er að jafnaði hægastur á hlýjasta tíma ársins, í júní-ágúst. En líka er ...