Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.?Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem stóðu skör hærra í þjóðfélaginu, einkum vegna stöðu eiginmannsins. Orðið var ýmist skrifað með einu eða tveimur -d-um. Í tímaritinu Norðra frá 1857 stendur:
gipt kona [:: er kölluð] madama eða frú N.og virðist þá vera að myndast einhver regla um hvernig skuli ávarpa konur. Hana má ef til vill finna í tímaritinu Norðanfara 1874 þar sem stendur:
fyrir fám árum […] voru þær konur og stúlkur er nú nefnast frúr og frökener ekki nema maddömur og jómfrúr.Jómfrú þekkist í málinu að minnsta kosti frá 16. öld. Var þá átt við hreina mey, óspjallaða. Til dæmis var María mey mjög oft nefnd jómfrú María. Jómfrú merkti síðar ‘ógift stúlka’ og allt fram undir þennan dag hefur tíðkast að kalla þernu á skipi jómfrú.

Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem stóðu skör hærra í þjóðfélaginu, einkum vegna stöðu eiginmannsins.
Ógipt kona er […] kölluð […] fröken eða frauken.Frauken er sett saman úr þýska orðinu Frau og smækkunarendingunni -ken (í háþýsku -chen), eiginlega ‘litla frúin’ og þannig er danska orðið einnig myndað sem tökuorð úr þýsku. Í íslensku var notað nýyrðið frauka í merkingunni ‘ungfrú’ á síðari hluta 19. aldar og vel fram á þá 20. en heyrist sjaldnar nú. Úr dönsku er einnig komið að ávarpa konu, stúlku sem gengur um beina til dæmis á veitingahúsi fröken, til dæmis „Fröken, gæti ég fengið að borga?“ Þetta heyrist hjá eldra fólki. Frú þekkist í málinu mjög lengi um gifta konu, húsfreyju, að minnsta kosti frá 16. öld. Alla tuttugustu öldina var frú mjög algengt þegar kona var ávörpuð. Á árum mínum í Kvennaskólanum í Reykjavík áttum við að ávarpa gifta kennslukonu með frú en ógifta með fröken. Skólastýran var ógift og vei þeim sem ekki ávarpaði hana fröken Ragnheiður. Í götunni minni báru sex konur ættarnöfn manna sinna og þær áttum við krakkarnir að ávarpa frú + ættarnafnið. Þetta hélst vel fram yfir 1960. Heimildir:
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 31.12.2022).
- Tvær konur, á peysufötum og í kjól / Two women, one wearin… | Flickr. (Sótt 13.03.2023).