Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Janus er guð upphafs og einn af elstu rómversku guðunum en hann á sér ekki hliðstæðu í grískri goðafræði. Hann hafði tvö andlit og leit eitt áfram en hitt aftur. Sagan segir að fljótguðinn Tíber hafi verið sonur Janusar. Rómverjar töldu að Janus hafi ríkt sem konungur í Latíum aftur í grárri forneskju og hafi byggt sér borg á Janíkúlumhæð sem nefnd var eftir honum. Þeir töldu einnig að hann hefði fundið upp peninga en fornir bronspeningar hafa fundist með mynd af guðinum með andlitin tvö.
Á tímum stríðs voru dyrnar að hofi Janusar í Róm ávallt opnar. Það var svo að guðinn gæti komið Rómverjum til hjálpar ef á þurfti að halda.
Janus hafði tvö andlit. Styttan er úr safni í Vatíkaninu.
Quirinus er annar gamall rómverskur guð af indóevrópskum uppruna. Snemma voru meginguðir Rómverja taldir vera Júpíter, Mars og Quirinus. Quirinus var eins konar stríðsguð en sumir fræðimenn telja að hann hafi upphaflega verið verndari bænda. Rómverjar töldu hann gjarnan vera upprunnin meðal Sabína, sem var nágrannaþjóð Rómverja á Ítalíuskaganum. Eftir honum er nefnd Quirinalishæð í Róm þar sem flestir Sabínar borgarinnar bjuggu.
Frekara lesefni:
Geir Þ. Þórarinsson. „Hverjir voru rómversku guðirnir Janus og Quirinus?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7026.
Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 24. janúar). Hverjir voru rómversku guðirnir Janus og Quirinus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7026
Geir Þ. Þórarinsson. „Hverjir voru rómversku guðirnir Janus og Quirinus?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7026>.