Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir er lektor við hestafræðideild Hólaskóla – Háskólans á Hólum. Guðrún hefur stundað rannsóknir á hestum í rúm 20 ár. Aðalviðfangsefnið hefur verið á sviði þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins en einnig hefur hún rannsakað liti íslenska hestsins og fóðrun hesta. Í meistaranámi sínu í Bretlandi rannsakaði hún, ásamt hópi vísindamanna, meltingu á nokkrum trénisríkum fóðurtegundum í botnlanga smáhesta, sem höfðu gat (e. fistula) á botnlanganum, með notkun netpoka-aðferðar.

Helstu rannsóknir Guðrúnar í doktorsnáminu í samstarfi við hóp íslenskra og sænskra vísindamanna, tengdust líkamlegu álagi á íslenska hestinn í kynbótasýningum, á gangtegundunum tölti, brokki og skeiði og áhrif af þunga knapa á líkamlegt álag á íslenska hesta á tölti. Meginniðurstöður rannsóknanna voru að mörg þeirra verkefna sem lögð eru fyrir íslenska hestinn, til dæmis kynbótasýning og keppni í 100 m flugskeiði, eru líkamlega erfið þar sem hestarnir hafa bæði háan hjartslátt og há gildi af mjólkursýru.

Guðrún hefur stundað rannsóknir á hestum í rúm 20 ár.

Guðrún hefur einnig tekið þátt í ýmsum þróunarverkefnum er varða íslenska hestinn svo sem innleiðingu á notkun fósturvísaflutninga í íslenskri hrossarækt, uppbyggingu á litaskráningarkerfi fyrir íslensk hross og hönnun á holdastigunarskala til að meta fóðrunarástand íslenskra hrossa.

Guðrún hefur kennt í rúmlega 20 ár við Hólaskóla, fyrst við Bændaskólann á Hólum og síðar Háskólann á Hólum. Hún hefur meðal annars kennt námskeið um hesta á sviðum fóðrunar, erfða-og kynbótafræði, sögu og þjálfunarlífeðlisfræði, auk þess að kenna vísindaskrif og gagnrýna hugsun, sem og að leiðbeina nemendum við rannsóknarskrif á BS-stigi.

Meðal þess sem Guðrún hefur rannsakað eru áhrif af þunga knapa á líkamlegt álag íslenska hestsins.

Guðrún Jóhanna er fædd árið 1967 og lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri 1987, búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum 1988 og BS-prófi í búvísindum frá Bændaskólanum á Hvanneyri (nú Landbúnaðarháskóla Íslands) 1991. Hún starfaði hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga við bændabókhald, kynbótadóma íslenska hestsins og fleiri verkefni 1991-1993. Síðan hóf hún nám að nýju og lauk MS-prófi í hestafræðum (Equine Science) frá Háskólanum í Aberystwyth í Wales 1996.

Guðrún hóf störf við kennslu og rannsóknir við Bændaskólann á Hólum 1996 og hefur starfað þar sleitulaust síðan, stundum samhliða námi. Hún var ráðin lektor við Hólaskóla 2007. Guðrún lauk námi í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri vorið 2009 og doktorsprófi í þjálfunarlífeðlisfræði hrossa frá sænska landbúnaðarháskólanum í Uppsala í Svíþjóð 2015.

Myndir:
  • Úr safni GJS.

Útgáfudagur

16.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75666.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 16. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75666

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75666>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir rannsakað?

Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir er lektor við hestafræðideild Hólaskóla – Háskólans á Hólum. Guðrún hefur stundað rannsóknir á hestum í rúm 20 ár. Aðalviðfangsefnið hefur verið á sviði þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins en einnig hefur hún rannsakað liti íslenska hestsins og fóðrun hesta. Í meistaranámi sínu í Bretlandi rannsakaði hún, ásamt hópi vísindamanna, meltingu á nokkrum trénisríkum fóðurtegundum í botnlanga smáhesta, sem höfðu gat (e. fistula) á botnlanganum, með notkun netpoka-aðferðar.

Helstu rannsóknir Guðrúnar í doktorsnáminu í samstarfi við hóp íslenskra og sænskra vísindamanna, tengdust líkamlegu álagi á íslenska hestinn í kynbótasýningum, á gangtegundunum tölti, brokki og skeiði og áhrif af þunga knapa á líkamlegt álag á íslenska hesta á tölti. Meginniðurstöður rannsóknanna voru að mörg þeirra verkefna sem lögð eru fyrir íslenska hestinn, til dæmis kynbótasýning og keppni í 100 m flugskeiði, eru líkamlega erfið þar sem hestarnir hafa bæði háan hjartslátt og há gildi af mjólkursýru.

Guðrún hefur stundað rannsóknir á hestum í rúm 20 ár.

Guðrún hefur einnig tekið þátt í ýmsum þróunarverkefnum er varða íslenska hestinn svo sem innleiðingu á notkun fósturvísaflutninga í íslenskri hrossarækt, uppbyggingu á litaskráningarkerfi fyrir íslensk hross og hönnun á holdastigunarskala til að meta fóðrunarástand íslenskra hrossa.

Guðrún hefur kennt í rúmlega 20 ár við Hólaskóla, fyrst við Bændaskólann á Hólum og síðar Háskólann á Hólum. Hún hefur meðal annars kennt námskeið um hesta á sviðum fóðrunar, erfða-og kynbótafræði, sögu og þjálfunarlífeðlisfræði, auk þess að kenna vísindaskrif og gagnrýna hugsun, sem og að leiðbeina nemendum við rannsóknarskrif á BS-stigi.

Meðal þess sem Guðrún hefur rannsakað eru áhrif af þunga knapa á líkamlegt álag íslenska hestsins.

Guðrún Jóhanna er fædd árið 1967 og lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri 1987, búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum 1988 og BS-prófi í búvísindum frá Bændaskólanum á Hvanneyri (nú Landbúnaðarháskóla Íslands) 1991. Hún starfaði hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga við bændabókhald, kynbótadóma íslenska hestsins og fleiri verkefni 1991-1993. Síðan hóf hún nám að nýju og lauk MS-prófi í hestafræðum (Equine Science) frá Háskólanum í Aberystwyth í Wales 1996.

Guðrún hóf störf við kennslu og rannsóknir við Bændaskólann á Hólum 1996 og hefur starfað þar sleitulaust síðan, stundum samhliða námi. Hún var ráðin lektor við Hólaskóla 2007. Guðrún lauk námi í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri vorið 2009 og doktorsprófi í þjálfunarlífeðlisfræði hrossa frá sænska landbúnaðarháskólanum í Uppsala í Svíþjóð 2015.

Myndir:
  • Úr safni GJS.

...