Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir

Mjólkursýra verður til við "ófullkomið" niðurbrot eða bruna á glúkósa eða þrúgusykri í vöðvum og í rauðum blóðkornum, en glúkósi er sú sykurtegund sem er mikilvægust í lífríkinu. Mjólkursýran fer úr frumunum út í blóðið og berst með því til lifrarinnar. Í lifrinni breytist mjólkursýran aftur í glúkósa og berst síðan með blóðinu aftur til vöðva og rauðra blóðkorna. Þetta ferli nefnist mjólkursýruhringurinn. Við eðlilegar aðstæður getur mjólkursýruhringurinn séð fyrir um 40% af blóðsykri líkamans.

Við mikla líkamlega áreynslu eykst súrefnisþörf vöðvanna. Lungun ná þá ekki að sjá vöðvunum fyrir nógu miklu súrefni til að brjóta glúkósa fullkomlega niður. "Ófullkomið" niðurbrot glúkósa sem krefst minna súrefnis eykst því við áreynslu með tilheyrandi mjólkursýrumyndun í vöðvum. Við þetta hækkar styrkur mjólkursýru í blóðinu og það ástand varir svo lengi sem vöðvana skortir súrefni.

Áður fyrr var talið að aukinn styrkur mjólkursýru í vöðvum ylli harðsperrum, en nú hefur verið sýnt fram á að harðsperrur verða vegna skemmda á vöðvaþráðum.

Mynd: HB

Höfundur

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir

næringarfræðingur, doktor í heilbrigðisvísindum

Útgáfudagur

9.3.2002

Spyrjandi

Hilmir Ingi Jónsson

Tilvísun

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir. „Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2169.

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir. (2002, 9. mars). Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2169

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir. „Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2169>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?
Mjólkursýra verður til við "ófullkomið" niðurbrot eða bruna á glúkósa eða þrúgusykri í vöðvum og í rauðum blóðkornum, en glúkósi er sú sykurtegund sem er mikilvægust í lífríkinu. Mjólkursýran fer úr frumunum út í blóðið og berst með því til lifrarinnar. Í lifrinni breytist mjólkursýran aftur í glúkósa og berst síðan með blóðinu aftur til vöðva og rauðra blóðkorna. Þetta ferli nefnist mjólkursýruhringurinn. Við eðlilegar aðstæður getur mjólkursýruhringurinn séð fyrir um 40% af blóðsykri líkamans.

Við mikla líkamlega áreynslu eykst súrefnisþörf vöðvanna. Lungun ná þá ekki að sjá vöðvunum fyrir nógu miklu súrefni til að brjóta glúkósa fullkomlega niður. "Ófullkomið" niðurbrot glúkósa sem krefst minna súrefnis eykst því við áreynslu með tilheyrandi mjólkursýrumyndun í vöðvum. Við þetta hækkar styrkur mjólkursýru í blóðinu og það ástand varir svo lengi sem vöðvana skortir súrefni.

Áður fyrr var talið að aukinn styrkur mjólkursýru í vöðvum ylli harðsperrum, en nú hefur verið sýnt fram á að harðsperrur verða vegna skemmda á vöðvaþráðum.

Mynd: HB...