Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“ og í hvaða samhengi er það notað?Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óhag)’. Í danska uppflettiritinu Talemåder i dansk (bls. 119) er bent á að líkt orðasamband sé til í ensku það er buy a pig in a poke, þar sem reyndar er talað um svín en ekki kött. Þar er einnig nefnt samsvarandi franskt orðasamband acheter chat en poche en sagt úrelt. Danska ritið nefnir ekki þýska útgáfu sem er die Katze im Sack kaufen en það má til dæmis finna í ritinu Deutsche Redensarten (bls. 156–157).
og sér hann þá, [ [...]], að hann hefir keypt, „köttinn í sekkinum“, sem menn segja.Aðeins eldra er dæmi úr sögu eftir Þorgils gjallanda þar sem sekk er breytt í poka:
Góðri Íslandssögu mun þjóðin taka tveim höndum [ [...]] Kött í poka vill hún ógjarna kaupa, og örstutt ágrip eður hrafl mun hún lítið rækja.Heimildir:
- Kurt Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahinter steckt. 5. Auflage. Wilhelm Heyne Verlag, München.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
- Stig Toftgaard Andersen. 2001. Talemåder i dansk. 2. udgave. Gyldendals røde ordbøger.
- Cat | Found this image looking @ some old images, played aro… | Flickr. Myndrétthafi er Ole Martin Bjørnli Günther. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 16.11.2016).