Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 207 svör fundust
Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?
Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...
Hvað er vitað um eldgos í Heklu fyrir landnám?
Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Um elsta þekkta gosið er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvenær gaus Hekla fyrst? Gossaga næstu 4000 ár einkenndist af stórum plinískum þeytigosum með löngu millibili. Aðeins er vitað um átta gjóskulög á því tímabili, en líklega eru ...
Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?
Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tu...
Af hverju myndaðist svona mikil aska í Eyjafjallagosinu 2010?
Ofsagt er að sérlega mikil aska (gjóska) hafi myndast í Eyjafjallagosinu 2010 miðað við það sem gerist við gos undir jökli – um 80% af þyngd gosefna var gjóska, 20% hraun og vatnsborin mylsna.1 Hins vegar var askan sérlega fíngerð, með stórt hlutfall örsmárra korna — fimmtungur (20%) af þunga fíngerðu öskunnar vor...
Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir) Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðge...
Falsfréttir og vísindi - afmælismálþing Vísindavefs HÍ
Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavefs HÍ efnir skólinn til málþings um falsfréttir og vísindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 7. febrúar nk. kl. 15.00-16.30. Hugtakið falsfréttir hefur að undanförnu orðið æ meira áberandi í umræðu um lýðræði, vísindi og traust almennings. Með falsfrétt...
Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?
Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...
Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?
Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...
Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri?
Í orðinu lambslæri er um að ræða samsetningu þar sem fyrri liður stendur í eignarfalli eintölu. Í lambalæri gæti fyrri liður verið eignarfall fleirtölu eða orðið getur verið svokölluð bandstafssamsetning. Vel er hægt að fara í verslun og biðja um eitt lambslæri og tvö lambalæri. Ekkert er rangt við það en oftast b...
Hvernig gekk Grenvíkingum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Grenivík laugardaginn 19. maí 2018. Vísindavefur Háskóla Íslands lagði fyrir Grenvíkinga og aðra góða gesti ýmsar þrautir að spreyta sig á. Þrautirnar voru 7 talsins, meðal annars Gáta Einsteins, kúlupíramídi, ferningsþraut og litapúsl. Enginn náði að leysa allar þ...
Afmælismálþing Vísindavefsins um falsfréttir og vísindi - öll erindin
Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavefs HÍ efndi skólinn til málþings um falsfréttir og vísindi föstudaginn 7. febrúar 2020. Frá afmælismálþingi Vísindavefs HÍ um falsfréttir og vísindi. Dagskrá málþingsins var þessi: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands – setning Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ísl...
Hvaða attan er í svei attan?
Orðmyndin attan er samandregin úr aftan. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmið úr texta frá 1797: Sagði Guðrún, að sviptingar hefðu orðið þeirra á milli, og hefði hún þá ætlað að kalla á hjálp, en séra Þórhalli hefði gripið fyrir munn sér, en síðan hörfað frá sér með svofelldum ummælum: „Svei þér af...
Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?
Þrátt fyrir margvíslegar hugmyndir og kenningar um tilurð nafnsins þykir líklegast að vatnið dragi nafn sitt af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn. Líklegt er að jörðin Apavatn hafi byggst þegar á landnámsöld. Sighvatur Þórðarson skáld var fóstraður þar en hann var fæddur um 995. Til ...
Hvaða þrautir leystu Vopnfirðingar á vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Í vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringarfræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur...
Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?
Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...