Sagði Guðrún, að sviptingar hefðu orðið þeirra á milli, og hefði hún þá ætlað að kalla á hjálp, en séra Þórhalli hefði gripið fyrir munn sér, en síðan hörfað frá sér með svofelldum ummælum: „Svei þér aftan. Þú ert ónýt“.Fleiri dæmi eru um aftan sem skammaryrði eins og þetta frá miðri 19. öld:
„Svei þér aftan“! sagði sauðamaðurinn í byrstum róm, og þá þagnaði rakkinn.Aftan vísar hér til afturendans sem var óæðri líkamspartur á mönnum og skepnum. Hliðstætt aftan-attan er aftur-attur í framburðarmyndinni attur og attur í orðasambandinu aftur og aftur.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 21.4.2024).
- Pixabay.com. (Sótt 26.4.2024).