Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4964 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr búa í Kongó?

Þegar lýðveldið Kongó (áður Zaire) er nefnt dettur sennilega flestum í hug dimmir regnskógar í svörtustu Afríku. Þetta er ekki fjarri lagi þar sem stærstur hluti þessa stóra lands (rúmlega 2,3 miljónir km2) er þakinn ógreiðfærum regnskógi. Þessir miklu og ógreiðfæru regnskógar hafa þó ekki alltaf verið til stað...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert berst gosaska?

Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk. Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að ja...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588, og hvað er hæft í því að Englendingar hafi greitt sjóræningjum fyrir að ræna spænsk silfurskip?Segja má að helsta átakalínan í Evrópu á þessum tíma hafi legið milli Páfastóls og kaþólsku kirkjunnar ann...

category-iconHugvísindi

Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?

Ritheimildir segja frá veru Papa hér á landi áður en norrænir menn komu en að þeir hafi síðan horfið á braut. Þó að vissulega sé hægt að þreifa á gömlum handritum er líklega átt við annars konar áþreifanlegar sannanir. Gallinn við ritheimildir er sá að þær geta logið eða farið með fleipur, einkum og sér í lagi ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?

Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?

Carambolatréð (Averrhoa carambola) er upprunnið í Austur-Indónesíu (Sri Lanka og Mólúkkaeyjum). Þetta er þétt, sumargrænt tré sem nær um það bil 6-9 metra hæð og gefur af sér ávöxt sem einnig er nefndur Carambola. Tréð vex á heitum og rökum slóðum þar sem rigning er nokkuð jöfn allt árið. Stálpuð tré þola vægt fr...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er best að kenna íslenska málfræði?

Áður en þessari spurningu er svarað þarf fyrst að átta sig á því hvað á að kenna og til hvers. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er markmið íslenskukennslu meðal annars að „fræða um mál og bókmenntir og ... efla færni í málnotkun“ og svipað á við um framhaldsskólann. Spurningin er þá hvernig málfræðikennsla tengist ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?

Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt um frumlífsöld?

Í mörgum ritum er upphafs- og frumlífsöld nefnd í einu lagi forkambríum og nær það tímabil yfir 90% af jarðsögunni. Frumlífsöldin (proterozoic) er seinni hluti forkambríum og er talin hefjast fyrir um 2,5 milljörðum ára en vera lokið fyrir um 544 milljónum ára þegar fornlífsöld gekk í garð. Jarðfræðingar miða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru einhver örnefni á Íslandi sem tengjast hvítabjörnum?

Hvítabjarnar-örnefni er að finna á að minnsta kosti þremur stöðum á landinu. Ekkert af þeim virðist vera nefnt í fornum textum. Hvítabjarnarey er út af Stykkishólmi. Í sóknarlýsingu er hún nefnd Hvítubjarnarey í aukafalli (í Hvítubjarnarey, bls. 196). Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að hún dragi nafn a...

category-iconEfnafræði

Hvað er lífplast?

Lífplast (e. bioplastics) er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Einn helsti kosturinn við notkun lífplasts er að efnið er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum, sem olíulindir eru ekki, en flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Helstu hráefni sem...

category-iconHagfræði

Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?

Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?

Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru margar stjörnur í geimnum?

Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum. Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?

Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að ver...

Fleiri niðurstöður