Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8576 svör fundust
Eru til síams-kindur?
Síamstvíburar eða samtengdir tvíburar (e. conjoined twins) eru tvíburar sem eru samvaxnir við fæðingu. Þetta gerist þegar okfrumu eineggja tvíbura tekst ekki að skipta sér fullkomlega í tvennt. Nánar er fjallað um síamstvíbura í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hva...
Hvernig myndaðist Meðalfellsvatn í Kjós?
Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stö...
Hvað er bóla?
Orðið bóla getur átt við ýmislegt, til dæmis við svokallaðar unglingabólur sem myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka. Um þannig bólur er hægt að lesa meira um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Svo getur bóla líka átt við tískusveiflur eða slíkt, til dæmis þegar við segjum 'þetta er bara bó...
Hvað eru fullkomnar tölur?
Náttúrleg tala er sögð fullkomin ef hún er jöfn summu allra þeirra talna sem eru minni en hún sjálf og ganga upp í henni. Þannig er 6 fullkomin tala, því 6 = 1 + 2 + 3, og einnig er 28 fullkomin því 28 = 1 + 2 + 4 + 7 + 14. Hins vegar eru 22 og 24 ekki fullkomnar; aðeins 1, 2 og 11 ganga upp í 22 og 1 + 2 + 11 = 1...
Er fiðrildi samsett orð og hvaðan kemur það?
Fiðrildi er viðskeytt orð, þar sem seinni liðurinn er viðskeytið -ildi. Orðið er notað um ættbálk skordýra sem nefnist á latínu Lepidoptera en það þýðir hreisturvængjur og vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Elsta norræna mynd orðsins er líklega fifildri. Í Íslenskri orðsifjabók segir að o...
Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?
Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...
Er betra að vera piparsveinn en piparmey?
Því er oft haldið fram, og það með réttu, að munur sé á blæ orðanna piparsveinn og piparmey. Heimildir um piparsveininn eru mun eldri og að minnsta kosti frá 16. öld. Orðið er fengið að láni úr dönsku, pebersvend, og var þar notað um ógifta farandsala sem versluðu með ýmsan smávarning, einkum pipar. Þeir voru a...
Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?
Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi! V...
Af hverju heitir Rangá í Rangárvallarsýslu þessu nafni, rennur hún eitthvað öfugt eða rangt?
Rangár eru nokkrar á landinu:Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu (Dalasýsla, 34). Á í Ljósavatnshreppi (ÁM og PV Jarðabók XI, 116 o. víðar). Á suður af Bárðardal (Þingeyjarsýslur, 98). Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu. (Land...
Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?
Sílamávar (Larus fuscus) verpa oftast þremur eggjum í júní eða júlí. Eggin eru yfirleitt grá-brúnröndótt en stundum rauðbrúnleit eða mosagræn. Eggin klekjast út á 24–27 dögum og eftir það eru ungarnir 30–40 daga í hreiðrinu. Sílamávur (Larus fuscus). Sílamávar eru farfuglar á Íslandi. Á veturna eru þeir í Ma...
Af hverju segja sumir „sjáustum“ en ekki „sjáumst“?
Í fornu máli var ending fyrstu persónu eintölu í miðmynd –umsk, köllumsk en ending 3. persónu –st, kallast. Á 14. öld fór að verða vart þeirrar breytingar að í fyrstu persónu var tekin upp ending þriðju persónu, kallast. Þetta eru talin norsk áhrif sem komu fyrst fram í tilteknu málsniði. Þessi breyting breiddist ...
Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?
Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...
Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?
Til þess að svara þessari spurningu þyrfti að gera nýrri, stærri og yfirgripsmeiri rannsóknir á Íslandi. Þær rannsóknir sem til eru benda þó til þess að Ísland skeri sig ekki á neinn hátt frá nágrannalöndunum. Tíðnin virðist vera sú sama hér og annarsstaðar og það virðist vera álíka erfitt að koma í veg fyrir eine...
Hver er munurinn á álfum og huldufólki?
Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með h...
Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum?
Í hugum margra eru mandarínur nátengdar jólunum en það er þó ekki svo að þær séu aðeins fáanlegar um það leyti árs. Mandarínur eru seldar allt árið um kring en vissulega verður meira um þær í kringum jólin. Ástæðan er sú að þá kemur á markaðinn fyrsta uppskera frá Spáni sem venjulega þykir vera sú besta, en uppske...