Á öðrum árstímum eru keyptar inn mandarínur frá öðrum löndum þar sem uppskera er hverju sinni. Eftir að tímabilinu lýkur á Spáni taka Marokkó og Egyptaland við og þaðan koma mandarínur fram í maí eða júní. Frá júní og fram í nóvember eru fluttar inn mandarínur frá Argentínu eða Suður-Afríku. Þess má til gamans geta að samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er Kína það land í heimi sem framleiðir langmest af mandarínum, klementínum og tangerínum. Árið 2007 var uppskeran þar rúmlega 15 milljónir tonna sem samsvarar rúmlega helmingi heimsframleiðslunnar. Spánn kemur næst á eftir Kína með um tvær milljónir tonna árið 2007. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
- Hvar eru appelsínur ræktaðar?
- Hvers vegna eru sumar appelsínur súrar og hvernig er hægt að sjá það?
- FAO Statistics Division 2009. Skoðað 19. desember 2009.
- Mynd: Placer-Nevada Counties. Sótt 18. 12. 2009.
Við gerð þessa svars var leitað til Kjartans Más Friðsteinssonar framkvæmdastjóra Banana og fær hann bestu þakkir fyrir veittar upplýsingar.