Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í Brasilíu eru ræktaðar fleiri appelsínur en í öðrum löndum. Appelsínuuppskera Brasilíumanna árið 2007 var um 18,7 milljónir tonna eða rúmlega 29% af heimsframleiðslunni. Útflutningsverðmæti brasilíska appelsínuiðnaðarins var á því ári hvorki meira né minna en 3,3 milljarðar dollara sem jafngildir 406 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi þann 20. nóvember 2009. Það land sem kemur næst Brasilíu eru Bandaríkin með 7,4 milljónir tonna og 11,6% af heimsframleiðslunni.
Appelsínur eru ræktaðar víða um heim. Þessar eru til dæmis frá palestínska bænum Kafr Jammal.
Taflan hér að neðan sýnir tíu helstu framleiðendur appelsína í heiminum.
Land
Magn (í milljónum tonna)
Hlutfall af heimsframleiðslu
Brasilía
18,7
29,2%
Bandaríkin
7,4
11,6%
Mexíkó
4,2
6,6%
Indland
3,9
6,1%
Kína
3,2
5,0%
Indónesía
2,6
4,1%
Spánn
2,6
4,1%
Íran
2,3
3,6%
Ítalía
2,3
3,6%
Egyptaland
1,8
2,8%
Appelsínuræktun er áttunda mikilvægasta landbúnaðargreinin í Suður-Ameríku og er heildarframleiðsla í álfunni um 21,2 milljónir tonna. Hún er hins vegar ekki meðal 20 mikilvægustu landbúnaðargreina á heimsvísu.
Kjörhitastig fyrir appelsínurækt er á bilinu 15,5 – 29,0°C. Víða um heim eru appelsínur framleiddar í gróðurhúsum þar sem náttúrlegar aðstæður eru að einhverju leyti óhagstæðar. Langstærsti hluti heimsframleiðslunnar fer þó fram utanhúss. Á þeim svæðum þar sem hætta er á frosti hefur verið reynt að verja ræktunina með því að úða appelsínutrén með vatni. Ef frost skellur á, þá frýs vatnsúðinn og myndar varnarskjöld fyrir appelsínurnar þó að lofthitinn fari vel undir 0°C.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Jón Már Halldórsson. „Hvar eru appelsínur ræktaðar?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54405.
Jón Már Halldórsson. (2009, 1. desember). Hvar eru appelsínur ræktaðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54405
Jón Már Halldórsson. „Hvar eru appelsínur ræktaðar?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54405>.