Heimildum ber ekki saman um hvernig samvöxtur er algengastur hjá kindum. Ein heimild segir að algengast virðist sem lömb sem fæðast samvaxin á einhvern hátt séu með einn líkama en tvö höfuð en önnur heimild segir að algengara sé að þau hafi tvo afturenda. Ekki er vitað fyrir víst hvað veldur því að dýr verða afmynduð á þennan hátt en þar geta komið til bæði umhverfi og erfðir. Meðal þeirra umhverfisþátta sem geta spilað inn í eru mengun, geislun, lyf og fleira. Heimildir og mynd:
- Özkan Ünver, Mehmet Kilingc og Nihat Özyurtlu. 2007. Cranial Duplication (Dicephalus) in a Lamb. Turk. J. Vet. Anim. Sci. 31(6): 415-417.
- Hiraga T. og Dennis S.M. 1993. Congenital duplication Veterinary Clinics of North America Food Animal Practices 9(1):145-61
- Edward P.I. Cazabon og Andrew O. Adogwa. 2003. A case of cephalothoracopagus in sheep in Trinidad and Tobago. The Canadian Veterinary Journal 44(1): 56–58.
- Mynd: Jon and Dy's Public Gallery á Picasa Web Albums. Sótt 6. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.