Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 869 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir? Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skrípó?

Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af róma...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin að sóla, eins og að sóla einhvern í fótbolta?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Er sagnorðið að sóla, eins og að sóla einhvern í fótbolta, íslenskt orð? Hvaðan kemur það? Er það tengt enska orðinu solo? Sögnin að sóla er eitt af mörgum orðum úr erlendu tungumáli sem lagað hefur verið að íslensku. Í þessu tilviki er veitimálið enska. Enska orðið solo getu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?

Heitið ástarpungur um kúlulaga, djúpsteikt kaffibrauð þekkist að minnsta kosti frá fjórða áratug 20. aldar. Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla. Elsta dæmi á timarit.is er úr sögu í dagblaðinu Vísi frá 1934: ofan á allar góðgerðir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar dí er í því sem er dísætt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí? Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og ben...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið galgopi?

Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjól...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?

Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum ei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?

Orðið gísl er samgermanskt. Í dönsku er notað gidsel og gissel, í fornsænsku gísl, fornensku gīs(e)l, fornsaxnesku gīsal, fornháþýsku gīsal, nútímaþýsku Geisel. Heimildir eru einnig um það úr keltnesku, samanber fornírsku gíall í sömu merkingu. Orðið gísl er af sumum fræðimönnum rakið til indóev...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða reytum er fólk stundum að rugla saman?

Orðatiltækið að rugla saman reytum virðist ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá öldinni sem leið. Reytur er notað í merkingunni ‛litlar eigur, smádót, sundurlaus ull eða lagðar, lélegt engi’. Þegar par ruglar saman reytum sínum er þá átt við að það blandi saman því sem það á, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Nýlega var sett upp skilti með nafninu "Gorvík" við víkina sem liggur milli Geldinganess og Blikastaðaness (fyrir neðan golfvöllinn við Korpúlfsstaði). Er eitthvað vitað um uppruna þessa örnefnis? Ég veit að "gor" þýðir hálfmelt fæða úr innyflum dýra. Hefur örnefnið þá einhverja t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég hef stundum velt fyrir mér lýsingarorðinu "vaskur" (sbr. vaskir menn). Getur verið að hér sé átt við Baska (Vasco). Er hugsanlegt að Íslendingum hafi þótt Baskarnir duglegir veiðimenn og að orðið hafi þannig orðið til? Ég tel ekki líkur á að lýsingarorðið vaskur ‘r...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið eyjaskeggi komið? Og hvað merkir "skeggi" þarna? Eiginnafnið Skeggi var algengt í fornu máli og eru allnokkur dæmi um það í Íslendingasögum, Landnámu og Sturlungu. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:299) er skeggi sagt merkja ‘maður’. Einnig var Skeggi no...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða þönum er fólk alltaf?

Upprunalega spurningin var: Hvaða þanir eru þetta sem fólk er endalaust á og hvers vegna alltaf fleirtalan? Orðið þön þekkist allt frá fornu máli. Það hefur fleiri en eina merkingu: ‘spjálk eða teinn til að þenja e-ð út með; tálkn, tálknbogi; beintindur í ugga; fjaðurgeisli eða fön á fjöðurstaf, …’. Orð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar val er þetta hjá þeim sem valhoppa, tengist það gangi hesta?

Öll spurningin hljóðaði svona: Kæri Vísindavefur HÍ. Ég var að velta orðinu 'valhopp' fyrir mér. Hvaðan kemur það? Smá gúggl leiðir í ljós að það tengist gangi hesta en hvernig yfirfærist það á manneskjur? Er einhver að velja að hoppa? Eða var það Valur sem hoppaði fyrstur manna? Og var það eins og hestur? ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „réttan“ og hvað er „rangan“ í „Fyrst á réttunni, svo á röngunni...“?

Í leiknum „Fyrst á réttunni, svo á röngunni“ er réttan þegar bognum örmum er snúið í hring frá líkamanum þegar sungið er Fyrst á réttunni. Rangan er síðan þegar bognum örmum er snúið í hring í hina áttina, það er að líkamanum, þegar sungið er ... svo á röngunni. „Réttan“ er að snúa höndunum frá líkamanum. My...

Fleiri niðurstöður