Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið skrípó?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af rómantískur.

Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Skrípó er líka notað um teiknimyndablöð.

Það var mjög virkt fyrir nokkrum áratugum en er minna notað nú til orðmyndunar. Það er einnig notað til að stytta nafnorð, til dæmis menntó af menntaskóli, Kvennó af Kvennaskólinn. Skrípalegur er myndað af nafnorðinu skrípi ‘afskræmi, ófreskja, skopleg persóna, ærslafull kona’.


Viðbót frá 10.3.2017

Ég hef fengið fregnir af því að athugasemdir hafi verið gerðar á Facebook við svari mín um orðið skrípó. Meðal annars sagði í einni athugasemdinni: „Þetta er eitthvert rugl. Ég hef aldrei heyrt „skrípalegur““. Verið getur að mismunur í aldri ráði hér einhverju um. Ég hef þekkt lýsingarorðið skrípalegur (með a-i) allt frá barnæsku og nota það enn. Skrípó þekki ég frá sama tíma og þá sem lýsingarorð. Í hverfinu mínu bjó eldri kona sem tekið hafði að sér unga stelpu. Sú var heldur undarlega klædd miðað við tísku þess tíma og töluðum við gjarnan um að hún væri í svo skrípalegum eða skrípó kjólum eða pilsum. Margt annað var skrípó, meðal annars bíll mannsins í næsta húsi, gamall Buick sinnepsgulur. Nafnorðinu skrípó kynntist ég seinna og þá um teiknimyndir.

Mér er það tamt að líta í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans ef ég þarf að gáta orð. Þar fann ég nokkur dæmi um skrípalegur, hið elsta úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar en hið yngsta frá fyrsta þriðjungi 20. aldar. Við þessi skrif núna skoðaði ég líka Timarit.is og fann þar 28 dæmi um skrípalegur, hið elsta frá 1906 en hið yngsta frá 2011 (skrípalegur akstur). Aðeins eitt dæmi var um skrípilegur (1980) og tvö um skrípislegur (1989 og 1993). Um skrípilegur var eitt dæmi í Ritmálsskránni (sama og á Timarit.is) en um skrípislegur voru níu dæmi frá 1707 til 1971. Í Ritmálsskránni voru fjögur dæmi um skrípó, öll frá síðasta þriðjungi 20. aldar. Á Timarit.is voru mun fleiri dæmi eða 864. Langmest virðist notkunin í blöðum og tímaritum hafa verið á síðasta áratug 20. aldar og þá um skrípamyndir og skrípablöð. Þá er skrípó nafnorð.

Ég sagði í svari mínu að ég teldi að notkun –ó orða væri minni en áður og byggði það á viðtölum við nokkur börn í efri bekkjum grunnskóla á fyrsta áratug þessarar aldar þegar ég var að skrifa minn þátt í ritverkinu Íslensk tunga.

Mynd:


Athugasemd ritstjórnar

Þeir lesendur sem vilja fræðast meira um –ó orð geta kynnt sér þau í eftirfarandi ritgerðum:

  • Björg Harðardóttir. 1997. „Um viðskeytið –ó.“ BA-ritgerð í íslensku við Háskóla Íslands.
  • Hulda Vigdísardóttir. 2015. „Óorð. Um orð mynduð með viðskeytinu –ó.“ BA-ritgerð í íslensku við Háskóla Íslands. http://skemman.is/handle/1946/21418. (Sótt 13.03.2017).
  • Lazić, Daria. 2016. „Verður einhverjum um og ó við að heyra -ó? Athugun á sögu og notkun orða með viðskeytið -ó í íslensku.“ BA-ritgerð í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands. http://skemman.is/handle/1946/24480. (Sótt 13.03.2017).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.3.2017

Síðast uppfært

13.3.2017

Spyrjandi

Þórdís Thelma Arnarsdóttir, f. 2005

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið skrípó?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72535.

Guðrún Kvaran. (2017, 2. mars). Hvaðan kemur orðið skrípó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72535

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið skrípó?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72535>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið skrípó?
Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af rómantískur.

Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Skrípó er líka notað um teiknimyndablöð.

Það var mjög virkt fyrir nokkrum áratugum en er minna notað nú til orðmyndunar. Það er einnig notað til að stytta nafnorð, til dæmis menntó af menntaskóli, Kvennó af Kvennaskólinn. Skrípalegur er myndað af nafnorðinu skrípi ‘afskræmi, ófreskja, skopleg persóna, ærslafull kona’.


Viðbót frá 10.3.2017

Ég hef fengið fregnir af því að athugasemdir hafi verið gerðar á Facebook við svari mín um orðið skrípó. Meðal annars sagði í einni athugasemdinni: „Þetta er eitthvert rugl. Ég hef aldrei heyrt „skrípalegur““. Verið getur að mismunur í aldri ráði hér einhverju um. Ég hef þekkt lýsingarorðið skrípalegur (með a-i) allt frá barnæsku og nota það enn. Skrípó þekki ég frá sama tíma og þá sem lýsingarorð. Í hverfinu mínu bjó eldri kona sem tekið hafði að sér unga stelpu. Sú var heldur undarlega klædd miðað við tísku þess tíma og töluðum við gjarnan um að hún væri í svo skrípalegum eða skrípó kjólum eða pilsum. Margt annað var skrípó, meðal annars bíll mannsins í næsta húsi, gamall Buick sinnepsgulur. Nafnorðinu skrípó kynntist ég seinna og þá um teiknimyndir.

Mér er það tamt að líta í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans ef ég þarf að gáta orð. Þar fann ég nokkur dæmi um skrípalegur, hið elsta úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar en hið yngsta frá fyrsta þriðjungi 20. aldar. Við þessi skrif núna skoðaði ég líka Timarit.is og fann þar 28 dæmi um skrípalegur, hið elsta frá 1906 en hið yngsta frá 2011 (skrípalegur akstur). Aðeins eitt dæmi var um skrípilegur (1980) og tvö um skrípislegur (1989 og 1993). Um skrípilegur var eitt dæmi í Ritmálsskránni (sama og á Timarit.is) en um skrípislegur voru níu dæmi frá 1707 til 1971. Í Ritmálsskránni voru fjögur dæmi um skrípó, öll frá síðasta þriðjungi 20. aldar. Á Timarit.is voru mun fleiri dæmi eða 864. Langmest virðist notkunin í blöðum og tímaritum hafa verið á síðasta áratug 20. aldar og þá um skrípamyndir og skrípablöð. Þá er skrípó nafnorð.

Ég sagði í svari mínu að ég teldi að notkun –ó orða væri minni en áður og byggði það á viðtölum við nokkur börn í efri bekkjum grunnskóla á fyrsta áratug þessarar aldar þegar ég var að skrifa minn þátt í ritverkinu Íslensk tunga.

Mynd:


Athugasemd ritstjórnar

Þeir lesendur sem vilja fræðast meira um –ó orð geta kynnt sér þau í eftirfarandi ritgerðum:

  • Björg Harðardóttir. 1997. „Um viðskeytið –ó.“ BA-ritgerð í íslensku við Háskóla Íslands.
  • Hulda Vigdísardóttir. 2015. „Óorð. Um orð mynduð með viðskeytinu –ó.“ BA-ritgerð í íslensku við Háskóla Íslands. http://skemman.is/handle/1946/21418. (Sótt 13.03.2017).
  • Lazić, Daria. 2016. „Verður einhverjum um og ó við að heyra -ó? Athugun á sögu og notkun orða með viðskeytið -ó í íslensku.“ BA-ritgerð í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands. http://skemman.is/handle/1946/24480. (Sótt 13.03.2017).

...