ofan á allar góðgerðirnar, bæði fyrir og eftir — dísætt kaffi með jólabrauði, kleinum, lummum, ástarpungum og brennivíniOrðið er ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefin var út á árunum 1920 til 1924 en er tekið upp í viðbæti við bókina 1963 með skýringunni ‘æbleskiveformet bolle af klejnedejg’ (10). Ekkert bendir til annars en að orðið sé innlent og myndað með ástar- að fyrri lið eins og svo fjölmörg önnur. Annað orð þar yfir ástarpung er ástarkúla sem mörgum hefur sennilega fallið betur. Fyrsta útgáfa af Íslenzkri orðabók handa skólum og almenningi var einnig gefin út 1963 og þar eru bæði orðin ástarkúla og ástarpungur skýrð sem ‘kúla (úr kleinudeigi) steikt í feiti’. Heimildir:
- Íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. 1963. Ritstjóri Árni Böðvarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
- Sigfús Blöndal. 1963. Íslensk-dönsk orðabók. Viðbætir. Íslensk-danskur orðabókarsjóður, Reykjavík.
- ástarpungar | palline d'amore | silvia_c77 | Flickr. Myndrétthafi er silvia_c77. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi og hefur verið lítillega breytt. (Sótt 22.02.2017).