Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?

Guðrún Kvaran

Heitið ástarpungur um kúlulaga, djúpsteikt kaffibrauð þekkist að minnsta kosti frá fjórða áratug 20. aldar. Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla. Elsta dæmi á timarit.is er úr sögu í dagblaðinu Vísi frá 1934:

ofan á allar góðgerðirnar, bæði fyrir og eftir — dísætt kaffi með jólabrauði, kleinum, lummum, ástarpungum og brennivíni

Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla.

Orðið er ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefin var út á árunum 1920 til 1924 en er tekið upp í viðbæti við bókina 1963 með skýringunni ‘æbleskiveformet bolle af klejnedejg’ (10). Ekkert bendir til annars en að orðið sé innlent og myndað með ástar- að fyrri lið eins og svo fjölmörg önnur. Annað orð þar yfir ástarpung er ástarkúla sem mörgum hefur sennilega fallið betur.

Fyrsta útgáfa af Íslenzkri orðabók handa skólum og almenningi var einnig gefin út 1963 og þar eru bæði orðin ástarkúla og ástarpungur skýrð sem ‘kúla (úr kleinudeigi) steikt í feiti’.

Heimildir:
  • Íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. 1963. Ritstjóri Árni Böðvarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. 1963. Íslensk-dönsk orðabók. Viðbætir. Íslensk-danskur orðabókarsjóður, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.3.2017

Spyrjandi

Tinna Ingvarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2017, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73374.

Guðrún Kvaran. (2017, 20. mars). Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73374

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2017. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73374>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?
Heitið ástarpungur um kúlulaga, djúpsteikt kaffibrauð þekkist að minnsta kosti frá fjórða áratug 20. aldar. Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla. Elsta dæmi á timarit.is er úr sögu í dagblaðinu Vísi frá 1934:

ofan á allar góðgerðirnar, bæði fyrir og eftir — dísætt kaffi með jólabrauði, kleinum, lummum, ástarpungum og brennivíni

Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla.

Orðið er ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefin var út á árunum 1920 til 1924 en er tekið upp í viðbæti við bókina 1963 með skýringunni ‘æbleskiveformet bolle af klejnedejg’ (10). Ekkert bendir til annars en að orðið sé innlent og myndað með ástar- að fyrri lið eins og svo fjölmörg önnur. Annað orð þar yfir ástarpung er ástarkúla sem mörgum hefur sennilega fallið betur.

Fyrsta útgáfa af Íslenzkri orðabók handa skólum og almenningi var einnig gefin út 1963 og þar eru bæði orðin ástarkúla og ástarpungur skýrð sem ‘kúla (úr kleinudeigi) steikt í feiti’.

Heimildir:
  • Íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. 1963. Ritstjóri Árni Böðvarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. 1963. Íslensk-dönsk orðabók. Viðbætir. Íslensk-danskur orðabókarsjóður, Reykjavík.

Mynd:...