Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar val er þetta hjá þeim sem valhoppa, tengist það gangi hesta?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Öll spurningin hljóðaði svona:

Kæri Vísindavefur HÍ.

Ég var að velta orðinu 'valhopp' fyrir mér. Hvaðan kemur það? Smá gúggl leiðir í ljós að það tengist gangi hesta en hvernig yfirfærist það á manneskjur? Er einhver að velja að hoppa? Eða var það Valur sem hoppaði fyrstur manna? Og var það eins og hestur? Er munur á því að velja að hoppa og valhoppa? Kannski er þessi síðasta pæling meira heimspekileg :) Hlakka til að læra meira um valhopp!

Kveðja, Skúli

Nafnorðið valhopp er vissulega tengt gangi hesta, það er átt er við þriggja spora gang hesta. Þegar menn valhoppa þá er átt við hægt hlaup með smáu hoppi.

Nafnorðið valhopp er vissulega tengt gangi hesta, það er átt er við þriggja spora gang hesta.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:1099–1100) þekkjast bæði sögnin valhoppa og nafnorðið valhopp í íslensku frá 17. öld. Þau eru bæði til í nýnorsku og eru líklega tökuorð úr miðensku walop, í nútímaensku wallop. Í ensku er orðið talið komið úr fornfrönsku waloper. Ásgeir Blöndal Magnússon telur fornfrönsku orðmyndina ef til vill komna úr forfranknesku walahlaupan ‘hlaupa eða stökkva vel’.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Rafræn útgáfa er aðgengilega á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is undir Málið.is).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.7.2020

Spyrjandi

Skúli Gunnar Árnason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar val er þetta hjá þeim sem valhoppa, tengist það gangi hesta?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79105.

Guðrún Kvaran. (2020, 31. júlí). Hvers konar val er þetta hjá þeim sem valhoppa, tengist það gangi hesta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79105

Guðrún Kvaran. „Hvers konar val er þetta hjá þeim sem valhoppa, tengist það gangi hesta?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79105>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar val er þetta hjá þeim sem valhoppa, tengist það gangi hesta?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Kæri Vísindavefur HÍ.

Ég var að velta orðinu 'valhopp' fyrir mér. Hvaðan kemur það? Smá gúggl leiðir í ljós að það tengist gangi hesta en hvernig yfirfærist það á manneskjur? Er einhver að velja að hoppa? Eða var það Valur sem hoppaði fyrstur manna? Og var það eins og hestur? Er munur á því að velja að hoppa og valhoppa? Kannski er þessi síðasta pæling meira heimspekileg :) Hlakka til að læra meira um valhopp!

Kveðja, Skúli

Nafnorðið valhopp er vissulega tengt gangi hesta, það er átt er við þriggja spora gang hesta. Þegar menn valhoppa þá er átt við hægt hlaup með smáu hoppi.

Nafnorðið valhopp er vissulega tengt gangi hesta, það er átt er við þriggja spora gang hesta.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:1099–1100) þekkjast bæði sögnin valhoppa og nafnorðið valhopp í íslensku frá 17. öld. Þau eru bæði til í nýnorsku og eru líklega tökuorð úr miðensku walop, í nútímaensku wallop. Í ensku er orðið talið komið úr fornfrönsku waloper. Ásgeir Blöndal Magnússon telur fornfrönsku orðmyndina ef til vill komna úr forfranknesku walahlaupan ‘hlaupa eða stökkva vel’.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Rafræn útgáfa er aðgengilega á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is undir Málið.is).

Mynd:...