Kæri Vísindavefur HÍ. Ég var að velta orðinu 'valhopp' fyrir mér. Hvaðan kemur það? Smá gúggl leiðir í ljós að það tengist gangi hesta en hvernig yfirfærist það á manneskjur? Er einhver að velja að hoppa? Eða var það Valur sem hoppaði fyrstur manna? Og var það eins og hestur? Er munur á því að velja að hoppa og valhoppa? Kannski er þessi síðasta pæling meira heimspekileg :) Hlakka til að læra meira um valhopp! Kveðja, SkúliNafnorðið valhopp er vissulega tengt gangi hesta, það er átt er við þriggja spora gang hesta. Þegar menn valhoppa þá er átt við hægt hlaup með smáu hoppi.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Rafræn útgáfa er aðgengilega á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is undir Málið.is).