Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1032 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er staða mörgæsa í flokkunarkerfi fugla?

Þar sem fuglar eru tiltölulega einsleitir að líkamsbyggingu hefur verið talsverður ágreiningur um flokkun þeirra allt fram á þennan dag. Hingað til hafa menn notast við ýmis útlitseinkenni til að staðsetja fugla í ættir, ættbálka og svo framvegis. Nú er hins vegar farið að nota samsvörun í byggingu erfðaefnis (DNA...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hafa karlmenn hríðahormón?

Í heild sinni er spurningin svona:Hafa karlmenn oxýtosín hormón (hríðahormón) í sér og hvaða hlutverki gegnir það? Oxýtósín (OT) eða hríðahormón myndast í undirstúku heilans en er geymt í afturhluta heiladinguls. Þaðan berst það eftir taugasímum í blóðrásina. Það er einnig seytt frá öðrum stöðum innan heilans og ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Tycho Brahe?

Tycho (Tyge) Brahe fæddist þann 14. desember árið 1546 í Knudsrup á Skáni sem þá tilheyrði Danaveldi. Hann var af gamalli og valdamikilli danskri ætt. Eftir háskólanám í Kaupmannahöfn og Leipzig fór hann ótroðnar slóðir í óþökk ættingja sinna og lærði stjörnufræði í mörgum helstu fræðisetrum Mið-Evrópu. Hann kom h...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?

Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 0%1?

Spurninguna má ef til vill skilja á tvennan hátt. Verið getur að spyrjandi vilji vita hvað sé 0 prósent af 1, og þá er svarið 0. Orðið 'prósent' þýðir bókstaflega 'af hundraði' og segir þannig til um hversu marga hundraðshluta maður hefur af tiltekinni heild (í þessu tilfelli er heildin 1). 0 prósent merkja því að...

category-iconTölvunarfræði

Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?

Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“. Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað búa margir í geimförum?

Í þeim skilningi að orðið búa merki varanleg búseta þá er svarið við spurningunni sú að enginn maður býr í geimnum. Það er því líklega betra að spyrja hversu margir dvelja í geimnum á hverjum tíma. Í dag er pláss fyrir þriggja manna áhöfn í alþjóðlegu geimstöðinni en gert er ráð fyrir að sex geti dvalið þar í...

category-iconEfnafræði

Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?

Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?

Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...

category-iconLæknisfræði

Geta afleiðingar tíðra höfuðhögga í æsku komið fram seinna á lífsleiðinni?

Stutta svarið er já, tíð höfuðhögg í æsku geta haft afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Höfuðhögg er algengasta orsök heilahristings og alvarlegri heilaáverka. Heilahristingur, með einkennum svo sem tímabundinni ógleði og svima, er vægasta form heilaáverka. Það að rotast og muna ekki það sem gerðist eru vísbendin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að skrifa Jörð eða jörð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á að skrifa Jörð eða jörð? Aukaupplýsingar: Hér stendur að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi fengið svar frá Íslenskri málnefnd um að rita ætti stóran staf þegar um sérnafnið væri að ræða. Hinsvegar er orðið Jörð með stórum staf hvorki til á Snöru né hjá Beygingarl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?

Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi eiga rétt á að kjósa í kosningum til Alþingis og í forsetakosningum. Íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa til útlanda halda þessum rétti í átta ár frá því að þeir flytja lögheimili af landinu og lengur ef sótt er um ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða tegund smáfugla er algengust í garðinum mínum á veturna?

Félagsmenn Fuglaverndar telja fugla á nokkrum þéttbýlisstöðum tvisvar á ári, auk þess sem einstaklingar eru hvattir til að fylgjast með fuglalífinu í garðinum hjá sér í hverri viku yfir vetrartímann og senda félaginu niðurstöður. Þetta hefur verið gert á hverju ári síðan veturinn 1994/95. Tilgangurinn er að fá upp...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Búa pokadýr aðeins í Ástralíu?

Fjöldi og fjölbreytileiki pokadýra er langmestur í Ástralíu þar sem þessi undirflokkur spendýra hefur blómstrað. Í dag finnast pokadýr einnig í Nýju-Gíneu, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku og Nýja-Sjálandi. Suður- og Norður-Ameríka Eftir aðskilnað í 200 milljón ár tengdust Norður- og Suður-Ameríka á ný fyrir um ...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig virkar tölvumús?

Upprunalega spurningin var: Þegar maður er með geislamús og hreyfir músina þá hreyfist örin á skjánum líka. Hvernig virkar þessi geisli og er sama hvernig ljósaperan er á litinn? Tölvumús þjónar því hlutverki að færa bendil til á tölvuskjánum. Mýsnar voru vélrænar fram að síðustu aldamótum en síðan tóku "ljósk...

Fleiri niðurstöður