Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Spurninguna má ef til vill skilja á tvennan hátt. Verið getur að spyrjandi vilji vita hvað sé 0 prósent af 1, og þá er svarið 0. Orðið 'prósent' þýðir bókstaflega 'af hundraði' og segir þannig til um hversu marga hundraðshluta maður hefur af tiltekinni heild (í þessu tilfelli er heildin 1). 0 prósent merkja því að maður hafi engan hluta af heildinni. Eins og spurningin er skrifuð er ekki líklegt að átt sé við þennan skilning. Að minnsta kosti er ólíklegt að spyrjandi hafi rekist á þennan rithátt einhvers staðar, nema þá að þar hafi verið um prentvillu eða ritvillu að ræða.
Margir vita að % getur staðið fyrir prósentur. Færri vita þó að í sumum tilfellum er táknið notað fyrir allt aðra reikniaðgerð, það er að finna afgang af deilingu. 11%2 (oft lesið ellefu módúlus tveir) gefur til dæmis svarið 1 þar sem 11/2 er 5 en 1 gengur af. 0%1 (lesið núll módúlus einn) getur sömuleiðis gefið til kynna að finna eigi afganginn þegar deilt er í 0 með 1. 1 gengur upp í hvaða tölu sem er, þar á meðal töluna 0; hægt er að "skipta" hverju sem er í aðeins einn part, og enginn afgangur verður af slíkri deilingu. 0%1 gefur því niðurstöðuna 0.
Höfundur svarsins bar spurninguna undir stærðfræðinga og eðlisfræðinga í nágrenni sínu og þeir könnuðust ekki við ritháttinn 0%1. Aftur á móti fengust þau svör hjá tölvunarfræðingi að þetta væri algengur ritháttur í mörgum forritunarmálum, til dæmis C, Java og Perl. Fyrir heiltölur eru skilgreindar aðgerðirnar "/", sem er heiltöludeiling, og "%", sem er afgangur eftir heiltöludeilingu. Þannig er 7/4 = 1 og 7%4 = 3. Fyrir svokallaðar fleytitölur er einungis skilgreind ein deiling ("/") og þá er 7/4 = 1,75.
Svona rithátt má einnig finna í leitarvélinni Google. Lesandi getur til dæmis prófað að slá strenginn 9%7 inn í leitarreitinn í Google og þá kemur svarið:
9 modulo 7 = 2
Þessi ritháttur er vel þekktur í stærðfræði.
Ofangreind reikniaðferð getur verið afar gagnleg. Eitt lítið dæmi er að ef einhver spyr á miðvikudegi hvaða vikudagur verði eftir 65 daga er auðvelt að finna svarið með því að reikna:
65 modulo 7 = 2
7 er hér fjöldi daga í hverri viku. Síðan má telja tvo daga áfram frá miðvikudegi. Svarið er föstudagur.
En hvað sem öllu þessu líður og hvernig sem maður skilur upphaflegu spurninguna er svarið hið sama:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.