Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tegund smáfugla er algengust í garðinum mínum á veturna?

Jón Már Halldórsson

Félagsmenn Fuglaverndar telja fugla á nokkrum þéttbýlisstöðum tvisvar á ári, auk þess sem einstaklingar eru hvattir til að fylgjast með fuglalífinu í garðinum hjá sér í hverri viku yfir vetrartímann og senda félaginu niðurstöður. Þetta hefur verið gert á hverju ári síðan veturinn 1994/95. Tilgangurinn er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda til í görðum landsmanna yfir vetrarmánuðina og einnig vekur þetta áhuga á fólks á fuglalífinu í sínu nánasta umhverfi.

Skógarþröstur Turdus iliacus er meðal algengustu fugla sem sjást í görðum landsmanna á veturna.

Kannanir undanfarin fjögur ár sýna að fjórar tegundir spörfugla eru algengast í görðum á Íslandi að vetrarlagi. Það eru skógarþröstur (Turdus iliacus), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis), stari (Sturnus vulgaris) og auðnutittlingur (Carduelis flammea).

Niðurstaða garðfuglakönnunar sem framkvæmd var dagana 23. - 26. janúar 2009 sýndi að starinn var algengastur allra garðfugla. Alls voru taldir 1250 starar sem er 30,6% allra fugla sem taldir voru á athugunartímanum. Af 115 athugunarstöðum sáust starar á 50 stöðum. Þótt sæist til færri skógarþrasta, 660 eða 15,4% allra fugla sem taldir voru, þá sáust þeir á mun fleiri stöðum en starar, eða 74. Þessar tvær tegundir auk snjótittlings og auðnutittlings voru í sérflokki hvað varðar fjölda einstaklinga.

Hrafnar (Corvus corax) og svartþrestir (Turdus merula) sáust líka nokkuð víða en fjöldi einstaklinga var mun minni. Það er kannski svolítið merkilegt hvað svartþrestir sáust á mörgum athugunarstöðum þar sem tegundin er tiltölulega nýlegur landnemi á Íslandi.

Aðrar fuglategundir sem sáust í könnuninni voru meðal annars flækingsfuglar sem sjást oft í þéttbýli á veturna eins og silkitoppa (Bombycilla garrulus), glóbrystingur (Erithacus rubecula) og gráþröstur (Turdus pilaris) auk rjúpu (Lagopus muta), glókolls (Regulus regulus) og nokkurra annarra tegunda.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um fugla á einn eða annan hátt, til dæmis:

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2009

Síðast uppfært

27.5.2020

Spyrjandi

Örn Ísleifsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða tegund smáfugla er algengust í garðinum mínum á veturna?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51827.

Jón Már Halldórsson. (2009, 10. mars). Hvaða tegund smáfugla er algengust í garðinum mínum á veturna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51827

Jón Már Halldórsson. „Hvaða tegund smáfugla er algengust í garðinum mínum á veturna?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51827>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tegund smáfugla er algengust í garðinum mínum á veturna?
Félagsmenn Fuglaverndar telja fugla á nokkrum þéttbýlisstöðum tvisvar á ári, auk þess sem einstaklingar eru hvattir til að fylgjast með fuglalífinu í garðinum hjá sér í hverri viku yfir vetrartímann og senda félaginu niðurstöður. Þetta hefur verið gert á hverju ári síðan veturinn 1994/95. Tilgangurinn er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda til í görðum landsmanna yfir vetrarmánuðina og einnig vekur þetta áhuga á fólks á fuglalífinu í sínu nánasta umhverfi.

Skógarþröstur Turdus iliacus er meðal algengustu fugla sem sjást í görðum landsmanna á veturna.

Kannanir undanfarin fjögur ár sýna að fjórar tegundir spörfugla eru algengast í görðum á Íslandi að vetrarlagi. Það eru skógarþröstur (Turdus iliacus), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis), stari (Sturnus vulgaris) og auðnutittlingur (Carduelis flammea).

Niðurstaða garðfuglakönnunar sem framkvæmd var dagana 23. - 26. janúar 2009 sýndi að starinn var algengastur allra garðfugla. Alls voru taldir 1250 starar sem er 30,6% allra fugla sem taldir voru á athugunartímanum. Af 115 athugunarstöðum sáust starar á 50 stöðum. Þótt sæist til færri skógarþrasta, 660 eða 15,4% allra fugla sem taldir voru, þá sáust þeir á mun fleiri stöðum en starar, eða 74. Þessar tvær tegundir auk snjótittlings og auðnutittlings voru í sérflokki hvað varðar fjölda einstaklinga.

Hrafnar (Corvus corax) og svartþrestir (Turdus merula) sáust líka nokkuð víða en fjöldi einstaklinga var mun minni. Það er kannski svolítið merkilegt hvað svartþrestir sáust á mörgum athugunarstöðum þar sem tegundin er tiltölulega nýlegur landnemi á Íslandi.

Aðrar fuglategundir sem sáust í könnuninni voru meðal annars flækingsfuglar sem sjást oft í þéttbýli á veturna eins og silkitoppa (Bombycilla garrulus), glóbrystingur (Erithacus rubecula) og gráþröstur (Turdus pilaris) auk rjúpu (Lagopus muta), glókolls (Regulus regulus) og nokkurra annarra tegunda.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um fugla á einn eða annan hátt, til dæmis:

Heimild og mynd:...