Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 821 svör fundust
Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?
Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...
Hver var Geronimo?
Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...
Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?
Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík. Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á ...
Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?
Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...
Hvenær og hvers vegna var NATO stofnað og hvaða tilgangi gegnir það í dag?
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 af tólf ríkjum í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Stofnsáttmáli bandalagsins, sem var undirritaður 4. apríl 1949, kveður á um að NATO-ríkin skuldbinda sig til að "standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á ...
Hvar er hægt að jarðsetja duftker?
Duftker eru kerílát sem aska látins manns er varðveitt í eða jarðsett í. Algengast er að duftker séu jarðsett í sérstökum duftgarði og skal stærð hvers leiðis vera um ½ fermetri og dýpt duftkersgrafar um 1 metri samkvæmt lögum nr. 36/1993 með síðari breytingum. Þar stendur einnig: Nöfn þeirra sem duft er varðveit...
Hver var Kristian Kaalund og hvert var hans framlag til norrænna fræða?
Dr. Kålund má ekki vamm sitt vita, hvort heldur er sem vísindamaður eða maður yfir höfuð. Jeg hef þekkt hann í fullan mannsaldur og hef ekki kynst betri eða vandaðri manni.Þessi orð er að lesa í inngangi Finns Jónssonar, prófessors, að afmælisriti því sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út í tilefni sj...
Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?
Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...
Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar?
Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um hunda og ketti enda fátítt að deilur spretti vegna annarra gæludýra. Í 13. tölulið A-liðar 41. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 kvað áður á um að eigendur hússins ákvæðu sjálfir hvort halda mætti ketti eða hunda í húsinu, en til að heimilt væri að halda hunda o...
Hvaða rannsóknir hefur Benedikt Hjartarson stundað?
Benedikt Hjartarson er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans liggja á sviði sögulegrar orðræðugreiningar og menningarsögu og hefur hann einkum beint sjónum að fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Meginviðfangsefni rannsóknanna hafa verið...
Hvaða rannsóknir hefur Svanborg Rannveig Jónsdóttir stundað?
Svanborg Rannveig Jónsdóttir er dósent við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúist um skapandi skólastarf, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, breytingastarf, námskrárfræði, leiðsögn meistaranema og starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun. Doktorsritg...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?
Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismu...
Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað?
María Guðjónsdóttir er prófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Maríu felast meðal annars í notkun fljótlegra mæliaðferða til að ákvarða gæði matvæla í vinnsluferli þeirra, allt frá hráefni til lokaafurðar. Til þessara fljótlegu mæliaðferða teljast til dæmis kjarns...
Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?
Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hilmar Malmquist rannsakað?
Hilmar J. Malmquist er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Megináherslur í rannsóknum Hilmars lágu framan af á sviði vistfræði fiska þar sem rannsóknaspurningar snerust um samsvæða þróun bleikjuafbrigða, fæðu- og búsvæðanotkun þeirra og stofn- og sníkjudýrafræði. Vettvangur þessara rannsókna h...