Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Svanborg Rannveig Jónsdóttir er dósent við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúist um skapandi skólastarf, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, breytingastarf, námskrárfræði, leiðsögn meistaranema og starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun.
Doktorsritgerð Svanborgar snerist um framkvæmd nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar (NFM) í íslenskum grunnskólum. Markmið doktorsrannsóknarinnar var að skoða og greina birtingarform námssviðsins og hvaða uppeldis- og kennslufræði einkennir það. Í rannsókninni var athyglinni beint að störfum kennara og varpað ljósi á hvað styður þá og skóla í að innleiða og þróa NFM.
Rannsóknir Svanborgar hafa snúist um skapandi skólastarf, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, breytingastarf, námskrárfræði, leiðsögn meistaranema og starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun
Athygli Svanborgar og samstarfsmanna í rannsóknum hefur beinst að þörfinni fyrir sköpun í skólastarfi, tengslum náms við samfélag, breytingastarfi og því hvernig skólafólk fer að því að mæta í verki ákalli um nútímalegt og uppbyggilegt skólastarf. Hluti af rannsóknum hennar felst í að rýna í eigin starfshætti ásamt samstarfsfólki með það í huga að bæta starf sitt og efla. Svanborg er forstöðumaður RASK (Rannsóknastofu um skapandi skólastarf). Hún stýrir rannsókninni RASKA2 sem er starfendarannsókn átta list- og verkgreinakennara á þremur skólastigum.
Svanborg stýrði Evrópuverkefninu PEAT-EU (Practical Entrepreneurial Assessment Tool for Europe) sem snerist um að þróa námsmat í NFM. Verkefnið hófst í október 2016 og lýkur í október 2018. Afurðir verkefnisins eru birtar á síðunni Entre Assess. Hún er einnig fulltrúi Háskóla Íslands, Menntavísindasviðs í verkefninu Find your inner inventor (2016-2019).
Svanborg er fædd 1953 í Fljótum í Skagafirði, alin upp á Akranesi, Selfossi, Hafnarfirði og Reykjavík og hefur síðan 1974 búið á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973, grunnskólakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1978 og starfaði frá hausti 1978 sem grunnskólakennari til 2006. Hún var skólastjóri Gnúpverjaskóla 1991-1992, stundakennari 2008-2011 við Kennaraháskóla (síðar Menntavísindasvið) Háskóla Íslands, aðjúnkt 2011, lektor í listum og skapandi starfi við Menntavísindasvið 2012 og dósent frá 1. júlí 2015. Hún hefur einnig kennt á endurmenntunarnámskeiðum fyrir starfandi kennara frá 2003 og verið með kynningar, fræðslu og kennslu um nýsköpunarmennt víða á Íslandi og erlendis fyrir kennara, skólastjórnendur, kennaranema, stjórnmálasamtök, almenning og félagasamtök. Svanborg var ritstjóri Netlu – Veftímarit um uppeldi og menntun ásamt Torfa Hjartarsyni og Robert Berman 2012-2014.
Mynd:
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Svanborg Rannveig Jónsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 19. september 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76374.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. september). Hvaða rannsóknir hefur Svanborg Rannveig Jónsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76374
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Svanborg Rannveig Jónsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76374>.