Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 71 svör fundust
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir?
Gunnhildur Óskarsdóttir var dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beindust einkum að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun. Bók byggð á doktorsritgerð hennar The Brain Controls Everything var gefin út af Informati...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?
Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Rannsóknir Sigríðar hafa meðal annars snúið að grundvallaratriðum góðrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigðisþjónustunni, þjáningu skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og leiðum til að lina ha...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín M. Jóhannsdóttir rannsakað?
Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf. Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um framvinduhorf í íslensku og ensku en hlutverk þess virðist hafa verið að víkka í báðum málum u...
Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?
Hermína Gunnþórsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd. Doktorsritgerð Hermínu greinir frá rannsókn á hugmyndu...
Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?
Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blönd...
Hver er Wolfgang Edelstein og hvað hefur hann lagt af mörkum til menntavísinda og skólamála hér á landi?
Wolfgang Edelstein er fæddur í Freiburg í Þýskalandi 15. júní 1929. Faðir hans, dr. Heinz Edelstein (1902–1959), var tónlistarmaður og stofnandi Barnamúsíkskólans í Reykjavík. Móðir Wolfgangs, Charlotte Teresa Edelstein (1904–1997), var hagfræðingur að mennt. Wolfgang, sem er af gyðingaættum, flúði með fjölskyldu ...
Hvaða rannsóknir hefur Svanborg Rannveig Jónsdóttir stundað?
Svanborg Rannveig Jónsdóttir er dósent við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúist um skapandi skólastarf, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, breytingastarf, námskrárfræði, leiðsögn meistaranema og starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun. Doktorsritg...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rannsakað?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginrannsóknarverkefni hans eru á sviði námskrárfræða, kennslufræði og menntastefnu annars vegar og kynjafræði hins vegar. Námskrárfræðin er í senn rannsóknarsvið og hagnýt grein. Doktorsverk Ingólfs fjallaði um vettvang menntaumbó...
Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?
Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...
Hver er Jerome S. Bruner?
Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...
Hver var Janusz Korczak?
Janusz Korczak var pólskur barnalæknir af gyðingaættum, fæddur árið 1878. Upprunalega nafn hans var Henryk Goldszmit. Hann er meðal annars þekktur fyrir tvær bækur sem hann skrifaði. Fyrst er að nefna Hvernig elskar maður barn (pólska: Jak kochać dziecko - sænska: Hur man älskar ett barn) og síðan Rétt barna ...
Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis?
Lára Björk bætir við: „Hefur merking þess breyst í gegnum tíðina?“ Hér er einnig svarað spurningu Öldu Sveinsdóttur: „Hvað er egóisti?“ Orðið egó, ‘ég’, er komið úr latínu og er þar persónufornafn í fyrstu persónu eintölu nefnifalli. Á síðari hluta 19. aldar var farið að nota orðið egó að erlendri fyrirmynd, da...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?
Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Hrefnu eru á sviði dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað vistfræði og æxlunarhegðun mykjuflugu og bleikju þar sem áhrif kynvals á hegðun karldýranna var í brennidepli. Í báðum tilvikum h...
Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?
Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi; bæði tækifærum sem skapast á unglingsárum með því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og áskorunum sem verða á vegi þeirra. Rann...
Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?
Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi? Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr ...