Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er Jerome S. Bruner?

Gunnar E. Finnbogason

Jerome S. Bruner.

Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræðingafélagsins (APA) 1965.

Á fjórða áratug síðustu aldar eða í kringum 1940 hóf Bruner rannsóknir á skynjun og hugsun. Síðar eða upp úr 1950 beindist áhugi hans að rannsóknum á vitsmunum mannsins (e. cognitive science).

Eftir „Spútnik-áfallið“ 1957, þegar Rússar voru á undan Bandaríkjamönnum að senda geimfar á loft, var Bruner skipaður í vísindanefnd sem átti að endurskoða raungreinakennslu í menntakerfi Bandaríkjanna. Afrakstur þeirrar vinnu voru bækurnar: The Process of Education, Theory of Instruction og The Relevance of Education.

Síðar beindist áhugi hans að hugtökunum vitund (e. mind) og merking (e. meaning). Árið 1996, þegar hann var 82 ára gamall, birtist eftir hann bókin: The Culture of Education. Þar dregur hann saman kenningar sínar um hvernig nám er háð þeirri menningu sem einstaklingurinn lifir í.

Nánari er fjallað um Bruner og hugmyndir hans í svari við spurningunni Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?

Mynd:

Höfundur

prófessor í kennslufræði, námskrárfræði og siðfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.11.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnar E. Finnbogason. „Hver er Jerome S. Bruner?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61177.

Gunnar E. Finnbogason. (2011, 14. nóvember). Hver er Jerome S. Bruner? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61177

Gunnar E. Finnbogason. „Hver er Jerome S. Bruner?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61177>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er Jerome S. Bruner?

Jerome S. Bruner.

Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræðingafélagsins (APA) 1965.

Á fjórða áratug síðustu aldar eða í kringum 1940 hóf Bruner rannsóknir á skynjun og hugsun. Síðar eða upp úr 1950 beindist áhugi hans að rannsóknum á vitsmunum mannsins (e. cognitive science).

Eftir „Spútnik-áfallið“ 1957, þegar Rússar voru á undan Bandaríkjamönnum að senda geimfar á loft, var Bruner skipaður í vísindanefnd sem átti að endurskoða raungreinakennslu í menntakerfi Bandaríkjanna. Afrakstur þeirrar vinnu voru bækurnar: The Process of Education, Theory of Instruction og The Relevance of Education.

Síðar beindist áhugi hans að hugtökunum vitund (e. mind) og merking (e. meaning). Árið 1996, þegar hann var 82 ára gamall, birtist eftir hann bókin: The Culture of Education. Þar dregur hann saman kenningar sínar um hvernig nám er háð þeirri menningu sem einstaklingurinn lifir í.

Nánari er fjallað um Bruner og hugmyndir hans í svari við spurningunni Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?

Mynd:...