Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín M. Jóhannsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf.

Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um framvinduhorf í íslensku og ensku en hlutverk þess virðist hafa verið að víkka í báðum málum undanfarna áratugi. Sú víkkun fellur í sér að sagnir eða sagnasambönd sem áður gátu ekki staðið í framvinduhorfi gera það nú í máli sumra. Þetta á annars vegar við um sagnir og sagnasambönd sem lýsa einhvers konar ástandi, eins og að elska, njóta og þykja vænt um, og hins vegar um sagnasambönd sem lýsa einhverjum vana, eins og það að ganga í skólann. Það þýðir að setningar eins og ég er að elska þetta lag og Jón er að ganga í skólann á hverjum degi, sem áður þóttu málfræðilega rangar verða nú æ algengari. Kristín heldur því fram að þótt þessar breytingar hafi átt sér stað í ensku sé varla um að ræða ensk áhrif á íslenskuna heldur sé frekar um að ræða kerfisbundnar breytingar í báðum málum.

Setning eins og Jón er að ganga í skólann á hverjum degi sem áður þótti málfræðilega röng verður nú æ algengari. Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um framvinduhorf í íslensku og ensku.

Undanfarin ár hefur Kristín sérstaklega beint sjónum að vesturíslensku og þá sérstaklega notkun tíðar, horfs og tíðaratviksorða í málinu, meðal annars notkunar framvinduhorfs þar sem í ljós hefur komið að ekki er um sams konar breytingar að ræða þar þótt vissulega sé notkunin nokkuð lituð af sambýlinu við enskuna. Vesturíslenskan er svokallað erfðarmál (e. heritage language) í Vesturheimi þar sem börn af íslenskum ættum lærðu málið lengi vel heima hjá sér þótt annað mál væri ráðandi í landinu. Vesturíslenskan er því minnihlutamál í Norður Ameríku og er á undanhaldi. Rannsóknir á erfðarmálum hafa orðið æ algengari á undanförnum árum enda geta þau sagt okkur ýmislegt um það hvernig tungumál eru lærð og hvernig þau þróast.

Þá hefur Kristín verið að kanna merkingarfræði orða og orðasambanda sem lýsa því að um einhvers konar ofgnótt sé að ræða, samanber það að borða yfir sig, ofveiða og oftúlka, og slík notkun borin saman önnur germönsk mál, sérstaklega ensku og þýsku.

Rannsóknir Kristínar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf.

Kristín fæddist á Akureyri 1969. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1989, B.A.-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands 1992 og M.A.-gráðu í íslenskri málfræði frá sama skóla 1996. Auk þess hefur hún diplóma í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Þá lauk hún doktorsgráðu í málvísindum frá University of British Columbia í Kanada árið 2011.

Kristín hefur starfað sem kennari við íslenskudeild Manitobaháskóla, sem aðstoðarframkvæmdastjóri tungumálaþjónustu Vetrarólympíuleikanna í Vancouver 2010, sem sérfræðingur við máltækniverkefnið META-NORD, sem framhaldsskólakennari og sem stundakennari við Háskóla Íslands.

Myndir:

Útgáfudagur

23.3.2018

Síðast uppfært

2.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín M. Jóhannsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75549.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín M. Jóhannsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75549

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín M. Jóhannsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75549>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín M. Jóhannsdóttir rannsakað?

Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf.

Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um framvinduhorf í íslensku og ensku en hlutverk þess virðist hafa verið að víkka í báðum málum undanfarna áratugi. Sú víkkun fellur í sér að sagnir eða sagnasambönd sem áður gátu ekki staðið í framvinduhorfi gera það nú í máli sumra. Þetta á annars vegar við um sagnir og sagnasambönd sem lýsa einhvers konar ástandi, eins og að elska, njóta og þykja vænt um, og hins vegar um sagnasambönd sem lýsa einhverjum vana, eins og það að ganga í skólann. Það þýðir að setningar eins og ég er að elska þetta lag og Jón er að ganga í skólann á hverjum degi, sem áður þóttu málfræðilega rangar verða nú æ algengari. Kristín heldur því fram að þótt þessar breytingar hafi átt sér stað í ensku sé varla um að ræða ensk áhrif á íslenskuna heldur sé frekar um að ræða kerfisbundnar breytingar í báðum málum.

Setning eins og Jón er að ganga í skólann á hverjum degi sem áður þótti málfræðilega röng verður nú æ algengari. Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um framvinduhorf í íslensku og ensku.

Undanfarin ár hefur Kristín sérstaklega beint sjónum að vesturíslensku og þá sérstaklega notkun tíðar, horfs og tíðaratviksorða í málinu, meðal annars notkunar framvinduhorfs þar sem í ljós hefur komið að ekki er um sams konar breytingar að ræða þar þótt vissulega sé notkunin nokkuð lituð af sambýlinu við enskuna. Vesturíslenskan er svokallað erfðarmál (e. heritage language) í Vesturheimi þar sem börn af íslenskum ættum lærðu málið lengi vel heima hjá sér þótt annað mál væri ráðandi í landinu. Vesturíslenskan er því minnihlutamál í Norður Ameríku og er á undanhaldi. Rannsóknir á erfðarmálum hafa orðið æ algengari á undanförnum árum enda geta þau sagt okkur ýmislegt um það hvernig tungumál eru lærð og hvernig þau þróast.

Þá hefur Kristín verið að kanna merkingarfræði orða og orðasambanda sem lýsa því að um einhvers konar ofgnótt sé að ræða, samanber það að borða yfir sig, ofveiða og oftúlka, og slík notkun borin saman önnur germönsk mál, sérstaklega ensku og þýsku.

Rannsóknir Kristínar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf.

Kristín fæddist á Akureyri 1969. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1989, B.A.-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands 1992 og M.A.-gráðu í íslenskri málfræði frá sama skóla 1996. Auk þess hefur hún diplóma í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Þá lauk hún doktorsgráðu í málvísindum frá University of British Columbia í Kanada árið 2011.

Kristín hefur starfað sem kennari við íslenskudeild Manitobaháskóla, sem aðstoðarframkvæmdastjóri tungumálaþjónustu Vetrarólympíuleikanna í Vancouver 2010, sem sérfræðingur við máltækniverkefnið META-NORD, sem framhaldsskólakennari og sem stundakennari við Háskóla Íslands.

Myndir:

...