Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Geronimo?

Guðbjörg Soffía

Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“.

Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þegar hann leiddi ættbálk sinn í skæruhernaði gegn Bandaríkjamönnum og Mexíkóum, sem vildu bola þeim burt af landsvæði þeirra. Það voru Mexíkóar sem fóru að kalla hann Geronimo og nafnið festist.

Geronimo var leiðtogi stríðsmanna Apache-fólksins, en þeir voru þekktir fyrir árásargirni og óttaleysi. Chiricahua Apache ættbálkurinn fluttist eftir árstíðum, veiddi og stundaði búskap. Þegar lítið var um mat áttu þeir það til að ráðast á nálæga ættbálka og ræna þá. Rán og hefndir voru stór hluti af lífsháttum ættbálkanna á þessu svæði í suðurhluta Bandaríkjanna.

Þegar bandarískir innflytjendur tóku að streyma vestur og leggja undir sig svæði frumbyggjanna, fylgdu þeir í kjölfar Spánverja sem höfðu þegar gert stóran hluta landsvæðisins að sínum. Til þess að ná þessum landsvæðum höfðu Spánverjar drepið jafnvel heila þjóðflokka frumbyggja eða hneppt þá í ánauð og reynt að snúa þeim til kristni.

Það voru einmitt Spánverjar sem réðust á ættflokk Geronimos árið 1858 og drápu fyrstu eiginkonu hans og þrjú börn þeirra. Þetta olli sterku hatri Geronimos á hvíta manninum, en hann sór að leita hefnda og drepa eins marga þeirra og hann gæti. Geronimo leiddi stríðsflokkinn í skæðum skæruhernaði gegn Mexíkóum sem olli miklu mannfalli. Hann var í raun aldrei höfðingi ættbálksins en gegndi hlutverki eins konar hershöfðingja og andlegs leiðtoga.

Árið 1876 reyndi bandaríski herinn að færa Chiricahua ættbálkinn inn á verndarsvæði í San Carlos í austurhluta Arizona. Geronimo tókst hins vegar að sleppa ásamt litlum hluta ættbálksins og flúði til Mexíkó. Hann var á flótta undan hermönnum Bandaríkjamanna og Mexíkóa í meira en áratug og tókst oft að sleppa á ævintýralegan hátt. Æsifréttir fjölmiðla ýktu stórlega sögur af Geronimo og ollu því að hann er einna frægasti maður af Apache-ætt.

Síðustu mánuði eltingarleiksins voru meira en 5000 bandarískir hermenn og ríflega 500 varaliðsmenn auk herdeilda frá mexíkóska hernum að leita að Geronimo og fylgdarliði hans. Það var ekki fyrr en 4. september 1886 sem Geronimo gaf sig loks fram. Herinn lofaði honum í staðinn að hann og ættfólk hans mætti snúa aftur til heimasvæða sinna í Arizona eftir ákveðinn tíma. Geronimo og menn hans voru fluttir með skipi til St. Augustine í Flórída. Margir dóu á leiðinni úr malaríu eða berklum. Geronimo sá aldrei heimili sitt í Arizona aftur. Hann dó í haldi Bandaríkjamanna 17. febrúar árið 1909, þá 79 ára að aldri, á verndarsvæði í Oklahoma. Áður en hann lést skrifaði hann ævisögu sína með aðstoð S.M. Barrett sem var ofursti í bandaríska hernum og rithöfundur. Geronimo var þá orðinn þjóðsagnakennd persóna og hafði seinustu árin séð fyrir sér með því að selja af sér myndir og aðra minjagripi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

26.6.2008

Spyrjandi

Róbert Pétursson, f. 1987

Tilvísun

Guðbjörg Soffía. „Hver var Geronimo?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11221.

Guðbjörg Soffía. (2008, 26. júní). Hver var Geronimo? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11221

Guðbjörg Soffía. „Hver var Geronimo?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11221>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Geronimo?
Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“.

Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þegar hann leiddi ættbálk sinn í skæruhernaði gegn Bandaríkjamönnum og Mexíkóum, sem vildu bola þeim burt af landsvæði þeirra. Það voru Mexíkóar sem fóru að kalla hann Geronimo og nafnið festist.

Geronimo var leiðtogi stríðsmanna Apache-fólksins, en þeir voru þekktir fyrir árásargirni og óttaleysi. Chiricahua Apache ættbálkurinn fluttist eftir árstíðum, veiddi og stundaði búskap. Þegar lítið var um mat áttu þeir það til að ráðast á nálæga ættbálka og ræna þá. Rán og hefndir voru stór hluti af lífsháttum ættbálkanna á þessu svæði í suðurhluta Bandaríkjanna.

Þegar bandarískir innflytjendur tóku að streyma vestur og leggja undir sig svæði frumbyggjanna, fylgdu þeir í kjölfar Spánverja sem höfðu þegar gert stóran hluta landsvæðisins að sínum. Til þess að ná þessum landsvæðum höfðu Spánverjar drepið jafnvel heila þjóðflokka frumbyggja eða hneppt þá í ánauð og reynt að snúa þeim til kristni.

Það voru einmitt Spánverjar sem réðust á ættflokk Geronimos árið 1858 og drápu fyrstu eiginkonu hans og þrjú börn þeirra. Þetta olli sterku hatri Geronimos á hvíta manninum, en hann sór að leita hefnda og drepa eins marga þeirra og hann gæti. Geronimo leiddi stríðsflokkinn í skæðum skæruhernaði gegn Mexíkóum sem olli miklu mannfalli. Hann var í raun aldrei höfðingi ættbálksins en gegndi hlutverki eins konar hershöfðingja og andlegs leiðtoga.

Árið 1876 reyndi bandaríski herinn að færa Chiricahua ættbálkinn inn á verndarsvæði í San Carlos í austurhluta Arizona. Geronimo tókst hins vegar að sleppa ásamt litlum hluta ættbálksins og flúði til Mexíkó. Hann var á flótta undan hermönnum Bandaríkjamanna og Mexíkóa í meira en áratug og tókst oft að sleppa á ævintýralegan hátt. Æsifréttir fjölmiðla ýktu stórlega sögur af Geronimo og ollu því að hann er einna frægasti maður af Apache-ætt.

Síðustu mánuði eltingarleiksins voru meira en 5000 bandarískir hermenn og ríflega 500 varaliðsmenn auk herdeilda frá mexíkóska hernum að leita að Geronimo og fylgdarliði hans. Það var ekki fyrr en 4. september 1886 sem Geronimo gaf sig loks fram. Herinn lofaði honum í staðinn að hann og ættfólk hans mætti snúa aftur til heimasvæða sinna í Arizona eftir ákveðinn tíma. Geronimo og menn hans voru fluttir með skipi til St. Augustine í Flórída. Margir dóu á leiðinni úr malaríu eða berklum. Geronimo sá aldrei heimili sitt í Arizona aftur. Hann dó í haldi Bandaríkjamanna 17. febrúar árið 1909, þá 79 ára að aldri, á verndarsvæði í Oklahoma. Áður en hann lést skrifaði hann ævisögu sína með aðstoð S.M. Barrett sem var ofursti í bandaríska hernum og rithöfundur. Geronimo var þá orðinn þjóðsagnakennd persóna og hafði seinustu árin séð fyrir sér með því að selja af sér myndir og aðra minjagripi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....