Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?

Anna Agnarsdóttir

Nýlendustefnan felst í stuttu máli í því að valdameira ríki, svokallað móðurland, leggur undir sig valdaminna ríki, nýlenduna (sjá Hvað er nýlendustefna? eftir sama höfund). Þessi stefna er í dag almennt litin neikvæðum augum og er þá áhersla lögð á arðrán og þrælahald. Þegar rætt er um kosti og galla nýlendustefnunnar er samt nokkuð víst að stjórnarherrar móðurlandsins og nýlendubúar líta málið ólíkum augum. Hér verður að stikla á stóru.

Kostir frá sjónarmiði móðurlandsins

Á sínum tíma réttlættu nýlenduveldin framferði sitt með því að þau björguðu nýlendubúum frá villu síns vegar. Evrópsku nýlenduveldin komu færandi hendi með nýja tækni og „rétta“ trú og menningu. Mikið var skrifað um hinn göfuga villimann (e. the noble savage) en hann yrði jú enn göfugri ef hann aðhylltist kristna trú og tileinkaði sér hina æðri menningu Evrópubúa. Það að leggja sig undir sig vanþróuð lönd var hetjulegt og ævintýralegt atferli.

Gallar frá sjónarmiði nýlendubúans

Nýlendubúar, til dæmis frumbyggjar Ameríku, upplifðu líklega litla hamingju. Íbúum Mexíkós fækkaði úr um 25 milljónum í eina milljón á tímum Hernando Cortés í byrjun 16. aldar. Evrópubúar báru með sér sjúkdóma og þrælkuðu innfædda til að vinna í silfurnámum og á ökrum, vinnu sem þeir voru ekki vanir og þoldu ekki. Því varð að flytja þræla yfir Atlantshafið til að rækta sykurreyr, planta bómull og svo framvegis. Mannréttindi þessa fólks voru lítil sem engin. Í því samhengi er áhugavert að árið 1537 úrskurðaði páfi að frumbyggjar Mið- og Suður-Ameríku væru menn og hefðu því sálir; þannig gætu trúboðar hafið störf sín. Sums staðar í heiminum finnast litlar leifar af þeim þjóðum sem byggðu löndin sem Evrópubúar lögðu undir sig. Víða hafa tungumál, menning og trú innfæddra nánast horfið.


Þrælað fyrir hvíta manninn.

Gallar frá sjónarmiði móðurlandsins

Séð frá sjónarhóli móðurlandsins voru ókostir við nýlendustefnuna ekki margir. Yfirleitt reyndist auðvelt að nýta auðlindir nýlendubúa en stundum gekk erfiðlega að hafa hemil á þeim og var þá afli beitt. Nýlendubúar áttu það til að efna til uppreisnar (Bandaríkin 1776), kvarta undan einokunarkaupmönnum (Almenna bænaskráin 1795) og ráðast á hvíta manninn (ótal dæmi).

Kostir frá sjónarmiði nýlendubúans

Fáir hafa sennilega ánægju af því að komast undir stjórn annarra þótt erfitt sé að meta hvort nýlendubúar hafi talið sig græða á því að tileinka sér aðra menningu og tapa sinni eigin að mestu. Hins vegar má nefna að fáeinar nýlendur Breta (svokallaðar crown protectorates), svo sem Falklandseyjar og Gíbraltar, vilja ekki sjálfstæði. Þar kjósa íbúarnir að vera breskir þegnar enda langflestir afkomendur breskra innflytjenda.

Að lokum má minnast á að enn haldast mjög víða óbein tengsl og áhrif milli móðurlands og nýlendu. Til dæmis má nefna að Bretar stofnuðu Breska samveldið (e. The British Commonwealth) og eru flest aðildarlöndin fyrrverandi nýlendur Breta. Elísabet II er enn þjóðhöfðingi í stórveldunum Kanada og Ástralíu. Íslendingar voru ekki lengi að kveðja Kristján X Danakonung en samt er danska skyldugrein í íslenskum skólum. Nágrannar okkar Færeyingar og Inúítar á Grænlandi virðast sömuleiðis sætta sig ágætlega við að vera þegnar Margrétar Danadrottningar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upphaflegar spurningar voru:

  • Hverjir eru kostir og gallar nýlendustefnunnar? (Ragnhildur, Margrét)
  • Hvernig réttlættu Evrópubúar nýlendustefnuna? (Eiríkur)

Höfundur

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.11.2006

Spyrjandi

Ragnhildur Haraldsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Eiríkur Guðmundsson

Tilvísun

Anna Agnarsdóttir. „Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6405.

Anna Agnarsdóttir. (2006, 27. nóvember). Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6405

Anna Agnarsdóttir. „Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6405>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?
Nýlendustefnan felst í stuttu máli í því að valdameira ríki, svokallað móðurland, leggur undir sig valdaminna ríki, nýlenduna (sjá Hvað er nýlendustefna? eftir sama höfund). Þessi stefna er í dag almennt litin neikvæðum augum og er þá áhersla lögð á arðrán og þrælahald. Þegar rætt er um kosti og galla nýlendustefnunnar er samt nokkuð víst að stjórnarherrar móðurlandsins og nýlendubúar líta málið ólíkum augum. Hér verður að stikla á stóru.

Kostir frá sjónarmiði móðurlandsins

Á sínum tíma réttlættu nýlenduveldin framferði sitt með því að þau björguðu nýlendubúum frá villu síns vegar. Evrópsku nýlenduveldin komu færandi hendi með nýja tækni og „rétta“ trú og menningu. Mikið var skrifað um hinn göfuga villimann (e. the noble savage) en hann yrði jú enn göfugri ef hann aðhylltist kristna trú og tileinkaði sér hina æðri menningu Evrópubúa. Það að leggja sig undir sig vanþróuð lönd var hetjulegt og ævintýralegt atferli.

Gallar frá sjónarmiði nýlendubúans

Nýlendubúar, til dæmis frumbyggjar Ameríku, upplifðu líklega litla hamingju. Íbúum Mexíkós fækkaði úr um 25 milljónum í eina milljón á tímum Hernando Cortés í byrjun 16. aldar. Evrópubúar báru með sér sjúkdóma og þrælkuðu innfædda til að vinna í silfurnámum og á ökrum, vinnu sem þeir voru ekki vanir og þoldu ekki. Því varð að flytja þræla yfir Atlantshafið til að rækta sykurreyr, planta bómull og svo framvegis. Mannréttindi þessa fólks voru lítil sem engin. Í því samhengi er áhugavert að árið 1537 úrskurðaði páfi að frumbyggjar Mið- og Suður-Ameríku væru menn og hefðu því sálir; þannig gætu trúboðar hafið störf sín. Sums staðar í heiminum finnast litlar leifar af þeim þjóðum sem byggðu löndin sem Evrópubúar lögðu undir sig. Víða hafa tungumál, menning og trú innfæddra nánast horfið.


Þrælað fyrir hvíta manninn.

Gallar frá sjónarmiði móðurlandsins

Séð frá sjónarhóli móðurlandsins voru ókostir við nýlendustefnuna ekki margir. Yfirleitt reyndist auðvelt að nýta auðlindir nýlendubúa en stundum gekk erfiðlega að hafa hemil á þeim og var þá afli beitt. Nýlendubúar áttu það til að efna til uppreisnar (Bandaríkin 1776), kvarta undan einokunarkaupmönnum (Almenna bænaskráin 1795) og ráðast á hvíta manninn (ótal dæmi).

Kostir frá sjónarmiði nýlendubúans

Fáir hafa sennilega ánægju af því að komast undir stjórn annarra þótt erfitt sé að meta hvort nýlendubúar hafi talið sig græða á því að tileinka sér aðra menningu og tapa sinni eigin að mestu. Hins vegar má nefna að fáeinar nýlendur Breta (svokallaðar crown protectorates), svo sem Falklandseyjar og Gíbraltar, vilja ekki sjálfstæði. Þar kjósa íbúarnir að vera breskir þegnar enda langflestir afkomendur breskra innflytjenda.

Að lokum má minnast á að enn haldast mjög víða óbein tengsl og áhrif milli móðurlands og nýlendu. Til dæmis má nefna að Bretar stofnuðu Breska samveldið (e. The British Commonwealth) og eru flest aðildarlöndin fyrrverandi nýlendur Breta. Elísabet II er enn þjóðhöfðingi í stórveldunum Kanada og Ástralíu. Íslendingar voru ekki lengi að kveðja Kristján X Danakonung en samt er danska skyldugrein í íslenskum skólum. Nágrannar okkar Færeyingar og Inúítar á Grænlandi virðast sömuleiðis sætta sig ágætlega við að vera þegnar Margrétar Danadrottningar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upphaflegar spurningar voru:

  • Hverjir eru kostir og gallar nýlendustefnunnar? (Ragnhildur, Margrét)
  • Hvernig réttlættu Evrópubúar nýlendustefnuna? (Eiríkur)
...