Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismunandi efnaforma í matvælum og fóðri skiptir máli fyrir heilsu manna og dýra þar sem sum efnaformin eru mjög eitruð en önnur talin skaðlaus. Ásta hefur unnið að þróun aðferða til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð. Aðferð sem hún átti þátt í að þróa til greininga á arseni í hrísgrjónum hefur verið staðfærð á mismunandi efnagreiningartæki víðs vegar um heim, auk þess að hafa verið notuð í prófi á gildi aðferðar (e. proficiency test) á heimsvísu til að einfalda núverandi ráðlagða aðferð.

Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens.

Á meðan á doktorsnámi stóð var Ásta hluti teymis sem átti þátt í að settar voru Evrópusambandsreglugerðir um hámarksgildi á magni arsens í hrísgrjónum árið 2015. Sem hluti af Marie Curie-nýdoktorsverkefni sínu gerði Ásta myndband um arsen í matvælum þar sem meðal annars má fræðast lítillega um arsen í hrísgrjónum.

Rannsóknir Ástu á arsenlípíðum eru einar af fáum rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessum efnaformum í þangi og enn er þar margt á huldu. Ásta stefnir á að byggja upp formgreiningu á Íslandi og hefur nýverið fengið styrk til tækjakaupa á ICP-MS-massagreini frá Innviðasjóði.

Ásta hefur skrifað og birt fjölda ritrýndra vísindagreina og hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun fyrir sín störf, þar á meðal Allan Ure Memorial Bursary (2013) og Thermo-Hilger-verðlaun (2018) sem bæði eru veitt vísindamönnum sem þykja hafa lagt mikið af mörkum á sviði efnagreininga, til dæmis á sviði ICP-MS-massagreininga. Ásta fékk fullan skólagjaldastyrk, veittum framúrskarandi nemum utan Evrópusambandsins, til að stunda doktorsnám við Háskólann í Aberdeen.

Snefilefnið arsen hefur verið áberandi í rannsóknum Ástu.

Ásta Heiðrún er fædd árið 1984. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2004, BS-prófi í efnafræði árið 2008 og MS-prófi í efnafræði 2010 frá Háskóla Íslands. Ásta lauk doktorsnámi í efnafræði frá Háskólanum í Aberdeen, Skotlandi, árið 2014. Doktorsverkefni hennar fjallaði um mismunandi efnaform arsens í matvælum, sér í lagi þróun aðferða við greiningar á ólífrænu arseni sem er krabbameinsvaldandi. Eftir doktorsnámið hóf hún störf sem nýdoktor hjá Matís og hlaut í kjölfarið Marie Sklodowska-Curie-styrk frá Evrópusambandinu sem lauk fyrr á þessu ári. Hún fékk nýverið styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins til að rannsaka áhrif þanggjafar á nyt og gæði mjólkur.

Myndir:

Útgáfudagur

18.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76118.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 18. ágúst). Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76118

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76118>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?
Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismunandi efnaforma í matvælum og fóðri skiptir máli fyrir heilsu manna og dýra þar sem sum efnaformin eru mjög eitruð en önnur talin skaðlaus. Ásta hefur unnið að þróun aðferða til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð. Aðferð sem hún átti þátt í að þróa til greininga á arseni í hrísgrjónum hefur verið staðfærð á mismunandi efnagreiningartæki víðs vegar um heim, auk þess að hafa verið notuð í prófi á gildi aðferðar (e. proficiency test) á heimsvísu til að einfalda núverandi ráðlagða aðferð.

Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens.

Á meðan á doktorsnámi stóð var Ásta hluti teymis sem átti þátt í að settar voru Evrópusambandsreglugerðir um hámarksgildi á magni arsens í hrísgrjónum árið 2015. Sem hluti af Marie Curie-nýdoktorsverkefni sínu gerði Ásta myndband um arsen í matvælum þar sem meðal annars má fræðast lítillega um arsen í hrísgrjónum.

Rannsóknir Ástu á arsenlípíðum eru einar af fáum rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessum efnaformum í þangi og enn er þar margt á huldu. Ásta stefnir á að byggja upp formgreiningu á Íslandi og hefur nýverið fengið styrk til tækjakaupa á ICP-MS-massagreini frá Innviðasjóði.

Ásta hefur skrifað og birt fjölda ritrýndra vísindagreina og hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun fyrir sín störf, þar á meðal Allan Ure Memorial Bursary (2013) og Thermo-Hilger-verðlaun (2018) sem bæði eru veitt vísindamönnum sem þykja hafa lagt mikið af mörkum á sviði efnagreininga, til dæmis á sviði ICP-MS-massagreininga. Ásta fékk fullan skólagjaldastyrk, veittum framúrskarandi nemum utan Evrópusambandsins, til að stunda doktorsnám við Háskólann í Aberdeen.

Snefilefnið arsen hefur verið áberandi í rannsóknum Ástu.

Ásta Heiðrún er fædd árið 1984. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2004, BS-prófi í efnafræði árið 2008 og MS-prófi í efnafræði 2010 frá Háskóla Íslands. Ásta lauk doktorsnámi í efnafræði frá Háskólanum í Aberdeen, Skotlandi, árið 2014. Doktorsverkefni hennar fjallaði um mismunandi efnaform arsens í matvælum, sér í lagi þróun aðferða við greiningar á ólífrænu arseni sem er krabbameinsvaldandi. Eftir doktorsnámið hóf hún störf sem nýdoktor hjá Matís og hlaut í kjölfarið Marie Sklodowska-Curie-styrk frá Evrópusambandinu sem lauk fyrr á þessu ári. Hún fékk nýverið styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins til að rannsaka áhrif þanggjafar á nyt og gæði mjólkur.

Myndir:

...