Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til íslenskt orð yfir "nonprofit organisation?"

Ekki virðist samkomulag um eitt orð yfir „nonprofit organisation“. Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur þýtt þetta með orðasambandinu „stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni“. Alþjóðasjóður villtra dýra (World Wildlife Fund, WWF) er stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Hún tilheyrir því þriðja...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var til sérstök stétt skrifara á miðöldum?

Oft er orðið skrifari skilgreint þannig að um sé að ræða mann sem skrifar bækur eða skjöl í atvinnuskyni. Þessi skilgreining á við síðari aldir (fyrir tíma ritvélarinnar) þegar margir embættismenn og opinberar stofnanir urðu að hafa skrifara við vinnu. Á miðöldum var samfélagið ekki eins flókið og nú og opinber...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar refategundir í heiminum?

Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?

Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...

category-iconStærðfræði

Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?

Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breidd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...

category-iconHagfræði

Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?

Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig komst fólk til útlanda árið 1918?

Aðeins ein flutningaleið var frá Íslandi til útlanda, sú eina sem hafði verið frá upphafi Íslandsbyggðar, að sigla á skipi. Á tímum danskrar einokunarverslunar önnuðust verslanirnar allar samgöngur milli Danmerkur og Íslands. En þegar einokunin var afnumin, árið 1787, skipulögðu dönsk stjórnvöld svokallaðar póstsk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af músum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað eru til margar tegundir af mýslum/músum? Ég veit um hagamús, stökkmús og húsamús en eru til fleiri? Mýs tilheyra músaætt (Muridae). Innan músaættarinnar eru þekktar yfir 700 tegundir smávaxinna nagdýra. Þetta er tegundaauðugasta ætt spendýra en um 12% allra spendýra tilheyr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum?

Skjaldbökur eru frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Í dag er talið að þekktar skjaldbökutegundir séu alls 348 og 119 undirtegundir. Af þessum tegundum eru aðeins sjö tegundir svokallaðra sjávarblaka, aðrar lifa í fersku vatni eða á landi. Helsta einkenni skjaldbaka er vitanlega skjöldurinn sem umlykur skrok...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær og af hverju urðu fornaldarsögur til?

Í umfjöllun um fornaldarsögur (samanber einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er mikilvægt að hafa í huga hversu fjölbreyttar sögurnar eru og hversu illa þær falla að skýrt afmörkuðum tegundamörkum. Það er því sitthvað að fjalla um sögurnar sem bókmenntagrein eða þá efnivið sagnanna, upptök hans, þróun og endurnýjun....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?

Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar veirur í heiminum?

Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér fjölda veira frekar en fjölda veirutegunda. Það veit auðvitað enginn hversu margar veirur finnast á jörðinni en hins vegar er hægt að áætla fjölda þeirra með ýmsum aðferðum. Ein ágiskun er sú að í lífhvolfi jarðar, það er í lofti, láði og legi, sé fjöldi veira um 1031....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?

Spurning Jóns Björns hljómaði svona: Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn? Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngv...

Fleiri niðurstöður