Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

1944
Upprunalega spurningin var:
Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944?

Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætlast til að safnað væri saman tvenns konar þekkingu sem mátti kalla vísindalega, að minnsta kosti að hluta til. Annars vegar var þekking á efni þeirra faga sem veittu aðgang að embættum samfélagsins, guðfræði, lögfræði og læknisfræði. Hins vegar var þekking í almennari greinum sem mynduðu grundvöll þessara sérfræða; heimspeki, málfræði og ýmiss konar raunvísindum, sem voru mjög í vexti á öldinni áður en Íslendingar tóku að koma sér upp háskóla. En sá háskóli var í meginatriðum byggður upp eins og Kaupmannahafnarháskóli, þótt hann væri miklu minni, með þrjár sérstakar deildir fyrir embættismannaefni og síðan heimspekideild. Þar var í upphafi kennd almenn heimspeki, sem öllum embættismannaefnum var ætlað að nema í svokölluðum forspjallsvísindum, einnig svokölluð íslensk fræði, íslensk málfræði, íslensk bókmenntasaga og Íslandssaga. Í þessari deild hefðu náttúruvísindi og stærðfræði átt heima, en þeim var lítið sinnt í Háskóla Íslands fyrr en mörgum áratugum síðar. Á háskólaárum mínum, á sjöunda tug 20. aldar, voru greinar eins og stærðfræði og eðlisfræði kenndar í stundakennslu manna sem höfðu eitthvað annað að aðalstarfi og ekki ætlast til að kennararnir skiluðu neinum rannsóknum.

Aðalbygging Háskóla Íslands var vígð þann 17. júní 1940.

Því er þetta sagt hér að vísindamenn við Háskóla Íslands, allt fram yfir 1944, voru kennararnir. Það var hlutverk þeirra að fylgjast með nýjungum í fræðigrein sinni og, þótt ekki væru um það mörg orð í reglugerðum, að uppgötva nýjungar og bæta þeim við þekkingarforðann í greininni eftir því sem tilefni væri til. Nokkurn veginn orðalaust virðist hafa verið gert ráð fyrir því að háskólakennurum gæfist tími til að forvitnast um vísindalegar nýjungar og jafnvel hugsa þær upp. Á áratugunum í kringum stofnun Háskóla Íslands var meira talað um nauðsynina á frelsi til rannsókna en tíma til þeirra. En fastráðnir kennarar höfðu rúman tíma til að halda sér við í fagi sínu og jafnvel skapa nýja þekkingu. Á stúdentsárum mínum kenndu kennarar í deildinni þrjár til fjórar kennslustundir á viku. Árið 1940 voru í kennaraliði Háskólans 13 prófessorar, einn dósent og 16 kennarar aðrir. Þessir aðrir hafa sjálfsagt annast kennslu í sérgrein sinni; til dæmis kenndi menntaskólakennari guðfræðinemum grísku og sérmenntaður efnafræðingur í ríkisþjónustu kenndi í Læknadeild. Þetta var rannsóknarlið Háskóla Íslands. Eðlilega var afar misjafnt hve mikið þessir menn lögðu fram til rannsókna, en nefna má til dæmis Sigurð Nordal prófessor í íslenskri bókmenntasögu sem skrifaði bæði bækur og fjölda stakra greina um fræði sín, íslenska bókmennta- og menningarsögu.

Frá vígsluathöfn Aðalbyggingar Háskóla Íslands 1940.

Á fjórða áratug aldarinnar var fyrst komið á kreik hugmyndum um nýja stofnun við Háskóla Íslands sem einkum sinnti atvinnuvegum þjóðarinnar, landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. Oftast var hún kölluð Atvinnudeild Háskóla Íslands, stundum Rannsóknarstofnun. En þá kom í ljós að talsmenn einstakra atvinnuvega þoldu ekki að Háskólinn legði undir sig stjórn rannsókna á þeirra sviði, og fór svo að Atvinnudeildin varð aldrei eiginlegur hluti af starfi Háskólans, og þar var aldrei kennt neitt. Þar með var líklega fórnað leið til að gera Háskólann að raunverulegri rannsóknarstofnun talsvert fyrr en hann varð það.

Heimild:

  • Aldarsaga Háskóla Íslands 1911–2011. Ritstjóri Gunnar Karlsson. Höfundar Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matthíasdóttir, Magnús Guðmundsson. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2011.

Mynd:

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.6.2019

Spyrjandi

Kjartan

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2019, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77518.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2019, 20. júní). Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77518

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2019. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77518>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?
Upprunalega spurningin var:

Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944?

Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætlast til að safnað væri saman tvenns konar þekkingu sem mátti kalla vísindalega, að minnsta kosti að hluta til. Annars vegar var þekking á efni þeirra faga sem veittu aðgang að embættum samfélagsins, guðfræði, lögfræði og læknisfræði. Hins vegar var þekking í almennari greinum sem mynduðu grundvöll þessara sérfræða; heimspeki, málfræði og ýmiss konar raunvísindum, sem voru mjög í vexti á öldinni áður en Íslendingar tóku að koma sér upp háskóla. En sá háskóli var í meginatriðum byggður upp eins og Kaupmannahafnarháskóli, þótt hann væri miklu minni, með þrjár sérstakar deildir fyrir embættismannaefni og síðan heimspekideild. Þar var í upphafi kennd almenn heimspeki, sem öllum embættismannaefnum var ætlað að nema í svokölluðum forspjallsvísindum, einnig svokölluð íslensk fræði, íslensk málfræði, íslensk bókmenntasaga og Íslandssaga. Í þessari deild hefðu náttúruvísindi og stærðfræði átt heima, en þeim var lítið sinnt í Háskóla Íslands fyrr en mörgum áratugum síðar. Á háskólaárum mínum, á sjöunda tug 20. aldar, voru greinar eins og stærðfræði og eðlisfræði kenndar í stundakennslu manna sem höfðu eitthvað annað að aðalstarfi og ekki ætlast til að kennararnir skiluðu neinum rannsóknum.

Aðalbygging Háskóla Íslands var vígð þann 17. júní 1940.

Því er þetta sagt hér að vísindamenn við Háskóla Íslands, allt fram yfir 1944, voru kennararnir. Það var hlutverk þeirra að fylgjast með nýjungum í fræðigrein sinni og, þótt ekki væru um það mörg orð í reglugerðum, að uppgötva nýjungar og bæta þeim við þekkingarforðann í greininni eftir því sem tilefni væri til. Nokkurn veginn orðalaust virðist hafa verið gert ráð fyrir því að háskólakennurum gæfist tími til að forvitnast um vísindalegar nýjungar og jafnvel hugsa þær upp. Á áratugunum í kringum stofnun Háskóla Íslands var meira talað um nauðsynina á frelsi til rannsókna en tíma til þeirra. En fastráðnir kennarar höfðu rúman tíma til að halda sér við í fagi sínu og jafnvel skapa nýja þekkingu. Á stúdentsárum mínum kenndu kennarar í deildinni þrjár til fjórar kennslustundir á viku. Árið 1940 voru í kennaraliði Háskólans 13 prófessorar, einn dósent og 16 kennarar aðrir. Þessir aðrir hafa sjálfsagt annast kennslu í sérgrein sinni; til dæmis kenndi menntaskólakennari guðfræðinemum grísku og sérmenntaður efnafræðingur í ríkisþjónustu kenndi í Læknadeild. Þetta var rannsóknarlið Háskóla Íslands. Eðlilega var afar misjafnt hve mikið þessir menn lögðu fram til rannsókna, en nefna má til dæmis Sigurð Nordal prófessor í íslenskri bókmenntasögu sem skrifaði bæði bækur og fjölda stakra greina um fræði sín, íslenska bókmennta- og menningarsögu.

Frá vígsluathöfn Aðalbyggingar Háskóla Íslands 1940.

Á fjórða áratug aldarinnar var fyrst komið á kreik hugmyndum um nýja stofnun við Háskóla Íslands sem einkum sinnti atvinnuvegum þjóðarinnar, landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. Oftast var hún kölluð Atvinnudeild Háskóla Íslands, stundum Rannsóknarstofnun. En þá kom í ljós að talsmenn einstakra atvinnuvega þoldu ekki að Háskólinn legði undir sig stjórn rannsókna á þeirra sviði, og fór svo að Atvinnudeildin varð aldrei eiginlegur hluti af starfi Háskólans, og þar var aldrei kennt neitt. Þar með var líklega fórnað leið til að gera Háskólann að raunverulegri rannsóknarstofnun talsvert fyrr en hann varð það.

Heimild:

  • Aldarsaga Háskóla Íslands 1911–2011. Ritstjóri Gunnar Karlsson. Höfundar Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matthíasdóttir, Magnús Guðmundsson. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2011.

Mynd:

...