Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar tegundir af músum?

Jón Már Halldórsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvað eru til margar tegundir af mýslum/músum? Ég veit um hagamús, stökkmús og húsamús en eru til fleiri?

Mýs tilheyra músaætt (Muridae). Innan músaættarinnar eru þekktar yfir 700 tegundir smávaxinna nagdýra. Þetta er tegundaauðugasta ætt spendýra en um 12% allra spendýra tilheyra ættinni.

Að jafnaði eru dýr af músaætt um 10 cm á lengd en til eru dýr sem eru talsvert lengri. Stærst tegunda í ættinni er suðlæga luzon-skuggarottan (Phloeomys cumingi, e. southern Luzon giant cloud rat). Hún getur orðið allt að 48 cm á lengd (án hala). Minnst er hins vegar afríska dvergmúsin (Mus minutoides) sem getur verið undir 5 cm að lengd (án hala).

Mús af tegundinni Apodemus flavicollis, ein fjölmargra tegunda innan músaættarinnar.

Á Íslandi lifa þrír fulltrúar þessarar ættar: Hagamús (Apodemus sylvaticus), húsamús (Mus musculus) og brúnrotta (Rattus norvegicus). Stöku sinnum slæðist fjórða tegund ættarinnar hingað til lands, en það er svartrottan (Rattus rattus).

Þessar tegundir, eins og reyndar meirihluti allra tegunda í músaætt, tilheyra undirætt sem kallast Murinae. Til þess að fá innsýn og yfirlit yfir þennan mikla fjölda tegunda má fara inn á þessa síðu á vefsíðunni Wikipedia: Murinae. Þar er undirættin flokkuð niður í ættkvíslir og tegundir.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.7.2019

Spyrjandi

Guðjón Sveinbjörnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af músum?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2019, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77604.

Jón Már Halldórsson. (2019, 29. júlí). Hvað eru til margar tegundir af músum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77604

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af músum?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2019. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77604>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af músum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað eru til margar tegundir af mýslum/músum? Ég veit um hagamús, stökkmús og húsamús en eru til fleiri?

Mýs tilheyra músaætt (Muridae). Innan músaættarinnar eru þekktar yfir 700 tegundir smávaxinna nagdýra. Þetta er tegundaauðugasta ætt spendýra en um 12% allra spendýra tilheyra ættinni.

Að jafnaði eru dýr af músaætt um 10 cm á lengd en til eru dýr sem eru talsvert lengri. Stærst tegunda í ættinni er suðlæga luzon-skuggarottan (Phloeomys cumingi, e. southern Luzon giant cloud rat). Hún getur orðið allt að 48 cm á lengd (án hala). Minnst er hins vegar afríska dvergmúsin (Mus minutoides) sem getur verið undir 5 cm að lengd (án hala).

Mús af tegundinni Apodemus flavicollis, ein fjölmargra tegunda innan músaættarinnar.

Á Íslandi lifa þrír fulltrúar þessarar ættar: Hagamús (Apodemus sylvaticus), húsamús (Mus musculus) og brúnrotta (Rattus norvegicus). Stöku sinnum slæðist fjórða tegund ættarinnar hingað til lands, en það er svartrottan (Rattus rattus).

Þessar tegundir, eins og reyndar meirihluti allra tegunda í músaætt, tilheyra undirætt sem kallast Murinae. Til þess að fá innsýn og yfirlit yfir þennan mikla fjölda tegunda má fara inn á þessa síðu á vefsíðunni Wikipedia: Murinae. Þar er undirættin flokkuð niður í ættkvíslir og tegundir.

Mynd: