Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1590 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?

Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?

Mörgum krökkum og fullorðnum reyndar líka finnast snúðar ómótstæðilegir. Því miður eru þeir ekkert sérlega hollir en gefa nokkuð mikla orku. Hér tökum við til skoðunar snúð með súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum úr næringarefnatöflu á vef Matís þá eru 270 hitaeiningar eða 1130 kj í hverjum 100 g af súkkulaðisnúð....

category-iconLæknisfræði

Hvenær hætta börn að stækka?

Það er mjög einstaklingsbundið hvenær börn hætta að stækka, en það verður þegar vaxtarlínur beina þeirra hafa lokast. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær kynþroski og vaxtarkippurinn sem honum fylgir eiga sér stað. Að meðaltali er það í kringum 15 ára aldur hjá stelpum og 17 ára hjá strákum. Í endum langra ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?

Upprunalega fyrirspurnin var: Mig vantar íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus. Eftir því sem næst verður komist eru ekki til íslensk heiti á þeim risaeðlum sem spurt er um. Þau heiti sem hér verður stungið upp á eru því eingöngu byggð á áliti höfundar þessa svars. Abelisaurus er...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?

Ákvæði í stjórnarskrá um fundafrelsi voru í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 5. janúar 1874. Sú stjórnarskrá var nánast samhljóða dönsku grundvallarlögunum frá 1849 og hluti af þróun sem varð í Evrópu á 19. öld þar sem þjóðir settu sér stjórnarskrá með yfirlýsingar um mannréttindamál. Upphafið m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru leysikorn og hvernig virka þau?

Leysikorn (e. lysosome) eða leysibólur eru blöðrulaga frumulíffæri sem mynduð eru í golgíkerfinu en það er netlaga frumulíffæri sem staðsett er í umfrymi fruma. Leysikorn ólíkra frumna eru mismunandi að gerð og samsetningu. Leysikorn gegna mikilvægu hlutverki í meltingarstarfi frumunnar. Þau eru vökvafyllt og...

category-iconLæknisfræði

Hvað er náttblinda og hvað veldur henni?

Náttblinda (e. nyctalopia) er vangeta til að sjá í lítilli birtu eða erfiðleikar við að aðlagast minnkaðri birtu. Náttblinda er í sjálfu sér ekki sjúkdómur heldur fremur einkenni annarra augnkvilla. Náttblinda stafar af galla í sjónu (e. retina). Sjóna er sá hluti augans sem liggur innan á þremur fjórðu öftust...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...

category-iconLandafræði

Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands?

Ekki er til eitt opinbert og algilt svar við því hvert er flatarmál miðhálendis Íslands. Það helgast af því að afmörkun miðhálendisins, og þar með stærð, er ekki endilega sú sama í hugum allra sem um það fjalla. Þeir sem selja ferðamönnum ferðir um miðhálendi Íslands hafa til að mynda ekki endilega nákvæmlega sömu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?

Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæ...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað?

Jón Ingvar Kjaran starfar sem lektor á Menntavísindasviði. Hann kennir jafnframt við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur við Háskóla Íslands og tengist meðal annars RIKK og EDDU-öndvegissetri. Rannsóknir hans hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða. Jafnframt hefur hann sinnt rannsóknum in...

category-iconLögfræði

Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða skilningur er lagður í hugtakið málsháttur. Fólki er almennt heimilt að prenta það sem það vill á boli og selja þá, nema textinn sé varinn einhverskonar hugverkarétti. Spyrjanda væri til að mynda óhætt að prenta máltækið „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ á...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar steintegund er kléberg?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Steintegundinn kléberg, er til einhver skýring eða hvernig steintegund er það? Í grein sinni „Kléberg á Íslandi“ (1951) segir Kristján Eldjárn að orðið kléberg sé ekki lifandi í íslensku og komi ekki heldur fyrir í fornritum. Ekkert sérstakt heiti hafi þessi steintegund í t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða fugla er hægt að finna á Tjörninni í Reykjavík? Hversu margar eru endurnar á Tjörninni í Reykjavík og hve margar tegundir eru þar að staðaldri? Má veiða endur við Tjörnina? Það er nokkuð breytilegt milli ára hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni og við Tjörnina. Helstu varp...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður? Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast...

Fleiri niðurstöður