Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður?Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast mikill fögnuður að finna starahreiður nálægt eða í híbýlum fólks. Á vorin gerir starinn sér gjarnan hreiður á eða í mannabústöðum, til dæmis í holum undir þakskeggjum eða í veggjum þar sem hann kemst á milli borða, við rennur þar sem hann getur troðið sér meðfram, í hreiðurkössum, og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum.
- Begazo, Alfredo. European Starling: Nest and Eggs. Avian Report. (Sótt 16.5.2023).
- Smith, Elizabeth Zimmerman. All About Starlings Sialis.org. (Sótt 16.5.2023).
- NestWatch. Managing House Sparrows and European Starlings. (Sótt 16.5.2023).
- Nextbox Builder. Entrance Holes. (Sótt 16.5.2023).
- Skordýraeitrun.is. Hvað þarf starinn mikið pláss í þakkantinum? (Sótt 16.5.2023).
- A look from the hole. Höfundur myndar hedera baltica. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-SA 2.0) leyfi. (Sótt 16.5.2023).