Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega fyrirspurnin var:
Mig vantar íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus.

Eftir því sem næst verður komist eru ekki til íslensk heiti á þeim risaeðlum sem spurt er um. Þau heiti sem hér verður stungið upp á eru því eingöngu byggð á áliti höfundar þessa svars.

Abelisaurus er heiti á ættkvísl risaeðla sem var uppi á seinni hluta krítartímabilsins, fyrir um 70-80 milljón árum. Enn sem komið er þekkist aðeins ein tegund þessarar ættkvíslar, það er Abelisaurus comahuensis. Einu leifar þessarar eðlu er höfuðkúpa sem argentínskur steingervingafræðingur að nafni Roberto Abel (1919-2008) fann í Patagóníu í Argentínu árið 1983. Fyrri hlutinn í heiti abelisaurus vísar því til nafns mannsins sem fann eðluna, en þess má einnig geta að mannsnafnið Abel kemur fyrir í Biblíunni. Sá Abel var næstelsti sonur Adams og Evu og drepinn af bróður sínum sem hét Kain. Seinni hluti risaeðluheitisins er gríska orðið sauros en það merkir eðla. Abelisaurus mætti því einfaldlega nefna abelseðlu á íslensku.

Einu leifar Abelisaurus comahuensis er þessi höfuðkúpa.

Eustreptospondylus er heiti á ættkvísl risaeðla sem reikuðu um á því svæði sem nú er Suður-England á miðhluta júratímabilsins fyrir um 165 - 161 milljón ári síðan. Eins og á við um abelisaurus er aðeins ein þekkt tegund, Eustreptospondylus oxoniensis. Nafnið vísar í gerð hryggjar eðlunar sem merkir eiginlega snúinn eða úthverfur hryggur (á ensku 'reversed spine' eða 'turned vertebra') þar sem hryggjaliðirnir hafa ákveðna sveigju. Íslensk heiti hennar gæti því vísað til boginnar hryggsúlunnar eins og latneska heitið og hún einfaldlega kallast boghyrna.

Heimildir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.1.2017

Spyrjandi

Hilda Gerd Birgisdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2017, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72950.

Jón Már Halldórsson. (2017, 27. janúar). Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72950

Jón Már Halldórsson. „Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2017. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72950>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?
Upprunalega fyrirspurnin var:

Mig vantar íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus.

Eftir því sem næst verður komist eru ekki til íslensk heiti á þeim risaeðlum sem spurt er um. Þau heiti sem hér verður stungið upp á eru því eingöngu byggð á áliti höfundar þessa svars.

Abelisaurus er heiti á ættkvísl risaeðla sem var uppi á seinni hluta krítartímabilsins, fyrir um 70-80 milljón árum. Enn sem komið er þekkist aðeins ein tegund þessarar ættkvíslar, það er Abelisaurus comahuensis. Einu leifar þessarar eðlu er höfuðkúpa sem argentínskur steingervingafræðingur að nafni Roberto Abel (1919-2008) fann í Patagóníu í Argentínu árið 1983. Fyrri hlutinn í heiti abelisaurus vísar því til nafns mannsins sem fann eðluna, en þess má einnig geta að mannsnafnið Abel kemur fyrir í Biblíunni. Sá Abel var næstelsti sonur Adams og Evu og drepinn af bróður sínum sem hét Kain. Seinni hluti risaeðluheitisins er gríska orðið sauros en það merkir eðla. Abelisaurus mætti því einfaldlega nefna abelseðlu á íslensku.

Einu leifar Abelisaurus comahuensis er þessi höfuðkúpa.

Eustreptospondylus er heiti á ættkvísl risaeðla sem reikuðu um á því svæði sem nú er Suður-England á miðhluta júratímabilsins fyrir um 165 - 161 milljón ári síðan. Eins og á við um abelisaurus er aðeins ein þekkt tegund, Eustreptospondylus oxoniensis. Nafnið vísar í gerð hryggjar eðlunar sem merkir eiginlega snúinn eða úthverfur hryggur (á ensku 'reversed spine' eða 'turned vertebra') þar sem hryggjaliðirnir hafa ákveðna sveigju. Íslensk heiti hennar gæti því vísað til boginnar hryggsúlunnar eins og latneska heitið og hún einfaldlega kallast boghyrna.

Heimildir:

...