Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 675 svör fundust

category-iconHeimspeki

Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?

Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...

category-iconLögfræði

Á sá fund sem finnur?

"Sá á fund sem finnur!" Þessi staðhæfing heyrist oft og notuð bæði í háði og alvöru. Margir nota þennan frasa sem réttlætingu þess að eigna sér hluti, til dæmis peninga, sem þeir finna á förnum vegi. Menn vilja friða samviskuna með einhverjum hætti. Þessi fullyrðing stenst þó ekki í mörgum tilfellum. Lítum til dæm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á frumefni og frumeind?

Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi?

Í stuttu máli eru ástæður þess að íkornar lifa ekki hér á landi þær að þeir komast ekki til landsins af sjálfsdáðum, hafa ekki borist hingað óviljandi með fólki og ekki er leyfilegt að flytja þá inn. Landdýralíf á Íslandi er mjög fábrotið vegna einangrunar landsins. Aðeins sex tegundir teljast til villtrar spe...

category-iconHugvísindi

Hvernig vann Persaveldi sig upp aftur eftir að Alexander mikli lagði það undir sig?

Hið forna Persaveldi sem Alexander mikli Makedóníukonungur (356-323 fyrir Krist) sundraði er aftur upp risið við lok 2. aldar fyrir Krist, sem veldi Arsakída. Persar taka aftur sjálfir við völdum á 3. öld eftir Krist. Fyrst er að gera greinarmun á Persíu og Persaveldi. Dareios III Persakonungur var ráði...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það?

Hér er einnig svarað spurningunni:Ef eineggja tvíburarsystur og eineggja tvíburabræður myndu para sig saman og hvort par eignast barn, er þá líklegt að börnin yrðu lík? Eineggja tvíburar verða til þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt. Hvenær klofnunin verður ræður því hvort tvíburarnir deila einni og sömu legkökun...

category-iconLæknisfræði

Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?

Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utan...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?

Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær voru fyrstu lögin sett?

Fljótlega eftir að menn fóru að búa saman í samfélögum hafa fyrstu reglurnar tekið að mótast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þetta gerðist enda voru fyrstu reglurnar eflaust sjálfsprottnar og óformlegar. Eftir því sem samfélögin stækkuðu og urðu flóknari jókst þörfin fyrir skýrari reglur sem yrði fylg...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?

Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur þú sagt mér um lungun og hvað öndum við mörgum lítrum af lofti að okkur á sólarhring?

Lungun eru tveir svampkenndir, loftfylltir pokar sitt hvorum megin í brjóstholinu. Þau eru helstu öndunarfæri líkamans. Barkinn leiðir innöndunarloft ofan í lungun en hann klofnar í tvær berkjur sem síðan greinast í sífellt minni berklur í hvoru lunga. Á endum minnstu berklnanna eru klasar af blöðrum, svokölluðum ...

category-iconStærðfræði

Hver er uppruni og saga hnitakerfisins?

Fræðimenn fornaldar höfðu mikinn áhuga á stjörnufræði. Babýloníumenn voru fyrstir til að þróa hnitakerfi til að lýsa staðsetningu á himinhvelinu. Stjörnufræðingurinn Ptólemaíos (um 100–178) notaði þetta hnitakerfi á 2. öld e. Kr. í bók sinni Almagest sem var meginrit um stjörnufræði um margar aldir. René Des...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?

Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...

Fleiri niðurstöður